Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 18

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 18
Hann afsakaði sig gagnvart Irene með uppgerðar þolinmæði, en það var eitthvað bælt, hvasst, í rödd hans. Maður varð þó að vera kurteis við gesti sína, eða hvað? Irene fór að kannast við einkennin, þeg- ar nýr kvenmaður var kominn í spilið. Þeg- ar hann forðaðist augnaráð hennar, þegar hann var kátur og léttur í máli, ástríkur og umhyggjusamur — þá vissi hún það. Svo var hann í borginni á kvöldin, af því að hann þurfti að „vinna“, og sagði henni seinna, að hann hefði rekizt á Minnu. Irene varð óttaslegin. Ef hann hætti nú að elska hana — og nú átti hún von á barni, Það kom fyrir, að hún þráði aftur starf sitt í húsmæðraskólanum. Áður en hún kynnt- ist John hafði hún stundum fundið til ein- stæðingsskapar, en aldrei eins og nú, eftir að hún hafði kynnzt ástinni. „Þú kemur víst heim í kvöld, John, eða hvað?“ „Auðvitað, góða mín, auðvitað," svaraði hann með umburðarlyndisbrosi og flýtti sér að komast af stað til að ná morgunlestinni. ÞEGAR Minnu-þátturinn var búinn, var hann skömmustulegur og bljúgur. Irene sá, að honum leið illa, og hún gleymdi, hvað hún sjálf hafði orðið að þola. ísinn þiðnaði frá hjarta hennar — hún fyrirgaf honum, af því hún elskaði hann. „Irene,“ sagði hann eitt sinn, „hvað, sem fyrir kemur, þá ert þú eina konan, sem mér er nokkurs virði í lífinu.“ „En John, hvers vegna hegðar þú þér þá svona?“ „Ég veit það ekki,“ sagði hann hreinskiln- ingslega, „ég veit það ekki, en það skal ekki koma fyrir oftar.“ Hann tr úði sjálfur orðum sínum, hann lofaði henni tryggð, lofaði, að hún skyldi ekki oftar þurfa að vera ein. Og hún trúði honum, eins og hún hafði gert forðum. 16 „Ég meina það í einlægni, ástin mín,“ sór hann. Seinna breyttist það í: „Ég meina það í þetta sinn, elskan mín.“ Því Minna var aðeins sú fyrsta af mörg- um. Eftir þessar sættir var nýr og dýpri inni- leiki í ást þeirra. En einn dag skildi Irene hinn hræðilega sannleika. Hann myndi aldr- ei verða öðruvísi. Hann myndi verða Romeo allt sitt líf og syngja ástarsöngva undir glugga einhverrar Júlíu. Og hún sagði við sjálfa sig, að helzt vildi hún fara frá honum. En svo voru börnin, tvær litlar telpur. Það var ekki rétt gagnvart þeim að skilja við hann. En hún myndi aldrei fram- ar taka mark á hinum bljúgu „heimkom- um“ hans. Aldrei framar. Leikaraskapur, hugsaði Irene, látast öðru- vísi en maður vár, það gerði John. Hún sá hann nú eins og hann var, og hann skildi það án efa, því að hann var farinn að horfa undarlega á hana. En það hrærði hana alls ekki. Nei, ekki framar. Það var búið að vera. Það, sem fyllti mælirinn, gerðist kvöld eitt, er þau höfðu verið í boði. Jafnskjótt og staðið var upp frá borðum, sá hún unga, bjarthærða ekkju læðast burt úr stofunni og brátt hvarf John á eftir henni. „Heim- koma“ hans eftir það atvik varð henni of mikið af svo góðu. Bænir hans hrærðu hana ekki vitund. í stað þess að gráta, bað hún hann að laga tappann í baðkarinu. Hann starði á hana með slíkurn eymdarsvip, að það hefði getað hrært stein, en Irene lét sem liún sæi það ekki. „Irene, skilurðu mig þá ekki?“ grátbað hann á ný. „Jú,“ svaraði hún blátt áfram, „það er einmitt það. Ég skil þig. En vatnið flóir út úr baðkarinu, svo ef þú vilt beina „heim- komu“iðrun þinni að tappanum,myndi það gleðja mig og forða mér frá að hlæja að þér.“ SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.