Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 21

Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 21
AMERÍSKT SÖGUKORN SAMVIZKAN ÞEGAR Forbes kom út úr skrifstofu sinni, um eftirirúðdaginn, varð honum litið á á mann, með einkennilega fölt andlit, er stóð á horninu hinum rnegin götunnar. Skömmu síðar, er Forbes af tilviljun leit um öxl, varð hann þess var að maðurinn elti. Hann nam staðar og leit í búðarglugga. Á sama augnabliki stanzaði maðurinn einn- ig. Forbes rölti áfram í hægðum sínum. Vit- anlega einskær tilviljun, hugsaði hann með sér. Að vísu var andlit mannsins óvenju- lega ljótt. Nokkrum mínútum síðar, er For- bes gekk fyrir götuhorn, þá var maðurinn kominn þar. Á gangstéttinni handan göt- unnar. Litli, föli náunginn með kinnfiska- sogna þjófsandlitið. Sýnishornið af þeim, sem ekki eru sérlega vandir að verkefna- vali. Forbes var stór, kraftalegur karlmaður, sem ekki var vanur að kippa sér upp við smámuni, en þetta var þó farið að fara í taugarnar á honum. Hann steig upp í stræt- isvagn, ók með honum stundarkorn, fór svo út úr honum aftur og gekk lengra áfram. Þótt hann hefði með sjálfum sér ákveðið að stilla sig um að líta við, þá varð honum sú þolraun um megn. Flann leit við, og — jú, þarna var hann kominn aftur, þorpar- inn. Forbes reyndi að stilla sig. En allt í einu stanzaði hann, sneri sér við og gekk á móti litla manninum, sem nálgaðist hann án þess að á honum sæist hin minnsta svip- breyting. „H'eyrið þér, maður minn!“ hrópaði hann byrstum rómi, „njósnið þér um mig? Segið mér það!" Hið sviplausa, föla andlit mannsins starði skilningslausum og sljóum augum á Forbes. „Ha, ... Hvað er að ...?“ Forbes lagði enn meiri myndugleik í rödd sína. „Svona, ekkert slúður! Segið sannleik- ann!“ Hann iðaði í skinninu af löngun til þess að láta þennan litla púka fá ærlega ráðningu. „Ég ... ég njósna ekki um neinn ...“ „Hættið þessum þvættingi. Þér hafið veitt mér eftirför, alveg frá því að ég fór úr skrif- stofunni minni.“ Hann skalf af bræði. Gat það verið að Helena væri svo ómerkileg að láta njósna um ferðir hans? Grunaði hana eitthvað? Gamalt, rússneskt máltæki segir, að maður geti ekki keypt sannleikann, — en það er um margt annað að ræða, sem pen- ingarnir geta áorkað . .. Forbes tók veski sitt í flýti upp úr vas- anum. „Lítið nú á,“ sagði liann, „hérna eru fimmtíu dollarar. Og farið svo, — skiljið þér? Farið!“ Sá stutti tók við peningunum og liélt leiðar sinnar án þess að segja eitt orð. Forbes sá hann hverfa í mannþröngina, neðar í götunni. „Að Helena skuli gera þettal" tautaði hann. Litli mannræfillinn fór upp í sporvagn við næsta götuhorn. Andspænis mikilli skrif- stofubyggingu tók hann sér síðan stöðu, og góndi á framhlið hússins. Miðaldra, prúð- búinn maður kom út um aðaldyrnar. Kæru- leysislegur á svipinn lagði sá stutti af stað á eftir honum . .. í hæfilegri fjarlægð, eins og fyrr. ... ENDIR SKEMMTISOGUR 19

x

Skemmtisögur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.