Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 24

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 24
þegar hún stóð frammi í eldhúsi og bjó til te og hugsaði um, að inni í setustofunni væri þessa stundina stödd fyrri kona Bills. Hvað skyldi Bill annars hafa sagt, ef hann vissi það? Hann hefði kannske orðið ösku- vondur. Sjálfsagt hefur Trilby komið eitthvað svipað til hugar, því að hún sagði, þegar þær voru byrjaðar að drekka teið: „Bill myndi vafalaust verða forviða, ef hann kæmi hingað núna. En ætti raunar að gleðj- ast. Eiginkonur sama mannsins ættu sannar- lega að láta sér koma vel saman, finnst yð- ur ekki?“ Kay kinkaði kolli, dálítið vandræðaleg á svipinn. Henni fannst það ekki myndi valda sér neinum erfiðleikum að lynda við Tril- by. Hún átti engar vinkonur hér í New York, og flestir kunningjar Bills voru karl- menn. „Ég varð svo glöð, þegar ég frétti að Bill hefði gift sig aftur,“ sagði Trilby. „Hann er ágætismaður, og hjónaband okkar var eintómur misskilningur." Aftur varð Kay að spyrja sjálfa sig: Hvers- vegna? — Trilby var svo lagleg, fjörug og viðkunnanleg. „Guð almáttugur," sagði Trilby. „Klukk- an er bráðum orðin sjö. Ég verð að flýta mér af stað.“ „Virkilega?" sagði Kay. Það hafði verið svo skemmtilegt að hafa fengið gest í te; aðra konu til þess að spjalla við. Trilby sagði: „Þér saknið náttúrlega Bills?" Það brá fyrir glettnislegum glampa í skásettum augum hennar. „Ég er ekkert upptekin í kvöld. Viljið þér ekki gera svo vel að koma út með mér að borða?" „Eigum við ekki heldur að vera kyrrar hérna og borða?" stakk Kay upp á. „Það er svo leiðinlegt veður, og ég á nógan mat heima." Trilby sat uppi á eldhúsborðinu með sígarettuna í annarri hendinni og kokktail- 22 glas í hinni, og horfði á Kay tilreiða mat- inn. „Yður þykir gaman að fást við þess- háttar?" sagði hún. Kay kinkaði kolli. „Ég nýt þess að búa til mat. En þér?“ „Nei, sussu-nei, ekki vil ég nú segja það. Ég get vel hugsað mér að tilreiða hátíðar- mat svona við og við, þegar maður hefur gesti, en hversdagslegur matartilbúningur! Guð hjálpi mérl“ Á meðan þær borðuðu lamdi rigningin rúðurnar. „Eigið þér heima langt héðan?" spurði Kay. Trilby hló. „Ég vona að okkar ágæti eig- inmaður fái ekki aðsvif, þegar hann fréttir það. Þremur húsum fjær." „En hvað það er einkennilegt," sagði Kay. „Og þér hafið aldrei mætt honum á götu?“ „Ef ég mætti honum, myndi ég víst ekki þekkja hann," svaraði Trilby og hló um leið að eymdarsvipnum sem kom á Kay. Þetta kvöld lá Kay lengi vakandi og hugs- aði um Trilby og hlustaði á rigninguna. Hvernig skyldi veðrið vera í Chicago? Hún vonaði að Bill gætti sín, og ofkældist ekki. Tuttugu og fjórum klukkustundum síð- ar, uppgötvaði Kay, að það var hún sjálf, er hafði ofkælzt. Alla nóttina skiptust hiti og kuldi á um yfirráðin yfir líkama henn- ar, og morguninn eftir var hún sárlasin. Þegar síminn hringdi datt henni allra fyrst í hug, að þetta væri Bill. Hann myndi verða hræddur og órólegur ef hann fengi ekki að tala við hana sjálfa. Hún skjögraði inn í stofuna og tók heyrnartólið. „Frú Emerson? Það er frú Emerson," óm- aði rödd Trilbys glaðlega. „Ég hef tvo að- göngumiða að leikhúsinu í kvöld. Viljið þér koma með?“ Kay svaraði þreytulega: „Ég hefi ofkælzt svo hræðilega. Ég held helzt að ég sé með inflúenzu. Ég býst ekki við að geta farið á fætur í dag ...“ „Kay,“ sagði Trilby, „ég kem undir eins. SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.