Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 26
aði Trilby blíðlega, „en það gerði mig nú
bara ónæma fyrir að vilja endurtaka til-
raunina."
Við þessu svari varð Bill klumsa.
„Ég læt ekki bjóða mér þetta lengur,“
sagði hann einu sinni, þegar hann var einn
með Kay. „Ég vil ekki sjá þennan kven-
mann í mínum húsum.“
Kay svaraði góðlátlega: „Bill, það er alls
ekki til þess að gera þér gramt í geði, að
hún kemur. Hún er ...“
„Hún er þræleigingjörn, það hefur hún
alltaf verið," sagði Bill „Hvern sjálfan er
hún að flækjast hér, sýnkt og heilagt ..
„Bill, þú lætur vera að tala í þessum
dúr,“ sagði Kay kuldalega.
„Ég tala eins og mér sýnist,“ svaraði Bill.
Kay lækkaði seglin. „Ég hugsa að henni
finnist hún vera einmana. Og henni þykir
vænt um okkur bæði. Hún skoðar okkur
næstum því sem skyldfólk sitt.“
„Ég er ekki einn af skyldfólki hennar,"
sagði Bill. „Heyrðu nú, væna mín ...“
Kay stöklc á fætur. „Má ég biðja þig urn
að segja aldrei „væna mín“ við mig,“ hróp-
aði hún. „Ég vil ekki ...“ Hún brast í grát
og Bill leit hvasst á hana. „Ó, Bill. Við
skulum hætta. Við erum farin að rífast,“
stundi Kay.
„Já, þú hefur svo sannarlega rétt fyrir
þér; við erum farin að rxfast,“ samsinnti
hann. „Og því höldum við áfram svo lengi
sem hún lætur sjá sig hér. Ég kem til með
að biðja hana að halda sig í hæfilegri fjar-
lægð.“
Kay fölnaði í framan. „Bill, svo harð-
brjósta getur þú ekki orðið ...“
„Kay,“ sagði Bill ákveðnum rómi, „að-
stæðurnar eru ekki neitt venjulegar — ég
er hræddur um, að við séum komin að þeim
þáttaskilum, þar sem þú verður að velja á
milli mín og fyx-verandi eiginkonu minnar.“
Bill kom ekki í mat það kvöldið. Það var
í fyrsta skiptið í hjónabandi þeirra, að hann
lét þannig á sér standa. Um níuleytið drakk
Kay eitt mjólkurglás. Um tíuleytið ákvað
hún að fara heim til móður sinnar. Henni
fannst það vera örlagarík ákvörðun, en allt
var betra heldur en að vera kyrr hjá Bill,
fyrst hann meðhöndlaði hana svona grimmi-
lega. Hún tók fram ferðatösku og fór að
taka saman ýmsa hluti, sem henni voru
nauðsynlegir. Hún ætlaði að faia með tólf-
lestinni. Bill myndi sjá eftir öllu saman,
ef honum stóð þá ekki alveg á sama. Eða
yrði blátt áfram glaður við!
Hún beygði sig niður yfir fatnaðinn og
snökkti, og þar fann Bill hana steinsofandi
þegar hann kom heim, hálftíma síðar.
„Elsku Kay,“ sagði hann. Hann laut nið-
ur, tók hana upp og lagði á rúmið. „Fyrir-
gefðu, Kay. Ég var voða andstyggilegur við
þig:"
Hún leit framan í hann. Hann var sann-
arlega mjög leiður yfir því sem skeð hafði.
„Mér fannst bara að ég væi'i kominn fjög-
ur ár aftur í tímann,“ sagði hann. „Ég var
hræðilega uppstökkur í þá daga.“
Kay opnaði augun til fulls. „í þá daga?“
sagði hún, en hún brosti. Hún settist upp
og sá fötin sín liggja hingað og þangað.
„Ég ætlaði alls ekki að fai'a,“ viðurkenndi
hún. „Ég fór að hugsa um, hvað ég ætti að
segja við mömmu, til skýringar, og það
hljómaði vissulega mjög heimskulega. „Við
urðum ósátt út af fyrri konu Bills ..
Mamma myndi hafa haldið að ég væri af-
brýðisöm------."
Hún þagnaði allt í einu og starði á eig-
inmann sinn.
„Það licfði verið hlægilegt," sagði Bill.
Augu Kay tóku allt í einu að leiftra, eins
og fyrir tilverknan lítilla rafmagnsneista.
„Bill, á ég að segja þér nokkuð; ég býst við
að allt jafni sig nú aftur.“
„Já, auðvitað," sagði hann. „Það var ég
sem hafði á röngu að standa. Hún annaðist
þig á meðan þú varst veik. Við eigum að
24
SKEMMTISÖGUR