Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 27

Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 27
vera henni þakklát. Hún — að hverju ertu að hlæja?" „Engu," svaraði Kay meinleysislega. — „Engu.“ „Morguninn eftir hringdi hún til Trilby og spurði hana, hvort hún vildi koma til sín og borða morgunverð. „Eg þarf að segja þér dálítið," bætti hún við. „Trilby," sagði Kay, er þær sátu yfir morgunverðarkaffinu, „það er ekki auðvelt fyrir mig að segja þér, það sem ég þarf nú að skýra fyrir þér.“ „Elsku bezta, hvað er það?“ spurði Trilby. „Þú hefur verið svo indæl við mig,“ sagði Kay og horfði í augu Trilby, án þess að depla augunum. „ En — Bill er að verða ást- fanginn af þér í annað sinn, og ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í því.“ Trilby roðnaði alveg upp í hársrætur. „Já. en það er hreint og beint brjálæðislegt," hrópaði hún. „Bill hefur aldrei elskað mig. Viku eftir að við giftumst, sagði hann, að þetta væri allt saman misskilningur, ég væri ekki eftir hans smekk.“ „Þú hefur kannske breytzt," sagði Kay. „Eða hann hefur kannske sjálfur breytzt." Trilby hafði staðið á fætur, og gekk um gólf. Hún stanzaði við hliðina á Kay og kyssti hana skyndilega á kinnina. „Það má aldrei koma fyrir,“ sagði hún. „Elsku Kay, mér finnst eins og þú værir yngri systir mín. Ég hef verið svo glöð að sjá ykkur Bill svona hamingjusöm. Eftir hið sorglega hjónaband okkar Bills ,...“ Hún þagnaði örlitla stund, en hélt svo áfram: „Elskan mín, þú skalt ekki gera þér hin- ar minnstu áhyggjur. Ef Bill sér mig ekki framar, þá kemst hann yfir þetta, það er ég alveg viss um.“ Kay sagði: „Ó, Trilby....“ Með skjálfandi höndum kveikti Trilby sér í sígarettu. „Það er óskiljanlegt," sagði hún.“ En þú getur verið róleg, Kay. Ham- ingja þín hefur alltof mikla þýðingu fyrir SKEMMTISÖGUR mig ..." Þær hrukku báðar við, því að lykli var stungið í útidyrahurðina. Kay kreppti hnefana. Eljarta hennar sló alveg uppi í hálsi. „Halló,“ sagði Bill. „Leið mín lá hing- að, svo að ...“ Hann kom auga á fyrri konu sína og hikaði dálítið. Svo brosti hann þvinguðu brosi. „Nei, góðan dag, Trilby.“ „Góðan dag, Bill,“ svaraði Trilby fremur seinlega. Hún var þegar komin í kápuna. „Ég leit hingað inn rétt í þessu, til þess að kveðja.“ Hún bætti hratt við: „Ég hefi fengið tilboð um ágæta stöðu í Phila- delphia, og henni hef ég ekki efni á að hafna.“ Tillit hennar stanzaði við eitthvað ósýnilegt, mitt á milli hennar og Bill. „Já, það er einmitt ágætt,“ sagði Trilby og sneri sér að Kay. „Vertu sæl, elskan mín, og hafðu það reglulega, reglulega gott.“ Kay kyssti hana. Með strákslegu þvinguðu látbragði, rétti Trilby Bill hendina. „Vertu sæll, Bill. Ég er viss um að þið Kay verðið ákaflega ham- ingjusöm í hjónabandinu." Bill sneri sér við og leit á dyrnar, sem Trilby hafði lagt hljóðlega á eftir sér. Svo góndi hann á Kay. „Þetta var fjandi ó- vænt,“ sagði hann. „Á maður að trúa sín- um eigin eyrum?“ Kay tók bollana af borðinu án þess að líta upp. „Trilby er úrvals-manneskja,“ sagði liún. „Ég vissi, að hún myndi taka þessu á skynsamlegan hátt.“ „Taka hverju ...?“ „Að leggja niður heimsóknir sínar hing- að til okkar,“ sagði hún. „Þú átt við — það er þá tilbúningur, þetta með stöðuna í Philadelphia?" Kay kinkaði kolli. „Á svo að skilja, að þú hafir beðið hana um að koma hér ekki framar?" Kay hamaðist við að taka fram af borð- inu. „Þess gerðist ekki þörf. Hún hafði sjálf áttað sig á því.“ 25

x

Skemmtisögur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.