Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 28
„Hver stjórnar þessu eiginlega?" sagði
Bill. „Skollinn hafi, að ég skilji vitund í
kvenfólkinu."
„Nei, þú skilur það sannarlega ekki,“
svaraði Kay, og hún hugsaði með sjálfri
sér, að það mætti líka einu gilda.
Hann leit tortryggnislega til hennar.
„Fyrst setur þú himin og jörð á hreyfingu
og vilt fyrir alla muni forðast að særa til-
finningar hennar, og nú stendur þú hér og
ert bara hreykin, eftir að hafa svo gott sem
rekið hana á dyr," sagði hann. „Láttu þessa
bolla vera!"
Kay lét bollana vera. „Konur skilja hverj-
ar aðra, Bill," sagði hún. „Við Trilby mun-
um alltaf vera góðar vinkonur."
„Það er ofar mínum skilningi," sagði
hann. „En ég skal fúslega játa, að mér er
innanbrjósts eins og ég hefði unnið stærsta
vinninginn í happdrættinu." Hann brosti
til Kay: „Loksins ein!"
Kay endurgalt brosið hamingjusöm. Þótt
einhver hefði boðið henni stóra vinning-
inn í happdrættina, myndi hún aldrei hafa
sagt Bill, hvað hún hafði sagt við Trilby.
í fjögur ár hafði sú staðreynd nagað Trilby
í hjartaræturnar, að það var Bill, sem hafði
farið fram á skilnaðinn. Það var sennilgea
þessvegna, hugsaði Kay, að hún hafði haft
svona mikinn áhuga á síðara hjónabandi
hans. Og lítil, sakleysisleg lygi, hafði fært
Trilby sjálfsvirðingu hennar aftur. í þetta-
skipti var það Trilby, sem sagði nei, Trilby,
sem á göfugmannlegan hátt færði Kay eig-
inmann sinn aftur. Ef til vill myndi það,
hugsaði Kay, gjörbreyta allri afstöðu henn-
ar til lífsins. Kannske Trilby myndi nú
verða hamingjusöm manneskja.
Hún tók bollana og fór með þá fram í
eldhúsið.
ENDIR
Sólböð eru tilgangslítil
í sumar munu þúsundir íslendinga verða eld-
rauðir af sólbruna. Hvarvetna á byggðu bóli mun
fólk, sem ekkert virðist annars vera athugavert
við á andlega sviðinu, flatmaga í sólbaði, eins og
svíðandi fómardýr sólarguðsins. Eftir nokkra
hörmungadaga verða þessir menn ef til vill brún-
ir og „hraustlegir“, og þá geta þeir litið yfirlæt-
islega á föla og veiklulega samborgara sína.
í fyrravor skrifuðu tveir vísindamenn um þetta
efni í tvö af merkustu og útbreiddustu tímarit
Ameríku, „Reader’s Digest“ og „Collier’s". Þeir
upplýsa (því miður) að hin mikla tröllatrú á
heilsubætandi áhrif sólarljóssins, er þjóðtrú ein,
sem byggð er á röngum forsemdum. Vísindi nú-
tímans staðhæfa, segja þeir, að sólböð hafi lítil
sem engin heilsubætandi áhrif á iíkamann.
Vísindamenn þessir, sem heita Snowden T.
Herrik og John E. Pfeiffer, benda á það, að þótt
jurtirnar hafi not fyrir sólarljósið, þá séu dýr-
in alls óskyld þeim og hvorki geta né muni geta
breytt sólarljósinu í orku, nema því aðeins að
líffæragerð manna og dýra gerbreytist.
Hins vegar álíta vísindamennirnir, að hreyfing
í tæru lofti sé mönnum holl. Daufgerð og heilsu-
veil borgarbörn, sem dvelja um tíma á bama-
heimilum, einkum upp til fjalla, muni venju-
lega hafa gott af því. En þeir telja það fullsann-
að, að orsökina sé ekki að finna í sólböðum, held-
ur fyrst og fremst af hreyfingu í hreinu lofti,
kjarngóðri fæðu og nægri hvíld.
Eina vitamínið, sem álitið er að sólarljósið
framleiði, er D-vitamín, sem er nauðsynlegt fyr-
ir börn með beinkröm. En þeír Henrick og
Pfeiffer benda á það, að mun fljótlegra sé að
afla þessa vitamíns með því að borða egg og
mjólk eða mjólkurafurðir, auk margra annarra
algengri fæðutegunda, sem þeir tilgreina. A þann
hátt sé hægt að koma í veg fyrir beinkröm eða
skylda sjúkdóma, og vinna bug á þeim, án þess
að þurfa að óttast brunasár, og það miklu fyrr,
heldur en með því að liggja eins og sjúklingur í
ljósböðum, eða flatmaga í sólskini, eins og mátt-
vana og drukkinn róni uppi á Arnarhólstúninu.
A.
26
SKEMMTISÖGUR