Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 29

Skemmtisögur - 01.07.1949, Síða 29
Enginn gerir þa3 að gamni sinu, að hnerra frá sér 50 þús. dollurum. Það kvað við SKAMMB YSSUSKOT Smellin smásaga eftir LENN FALK. ÞAÐ VAR í stórri íbúð, sem búin var dýrindis húsgögnum, í einu glæsilegasta hverfi New York-borgar. Það var kvöld, og dauf birta, frá litlum og haglega gerðum lampa, skein á unga konu, fríða, snyrtilega og háttprúða, og tæplega miðaldra mann, en í andliti hans var þóttasvipurinn einna snarasti þátturinn. Brosandi virti hann hana fyrir sér, er hún stóð upp frá borðinu, gekk að útvarpsviðtækinu og tók að fingra við einn takkann með snoturlegum handhreyf- ingum. Svo hefði getað virzt, sem maðurinn væri að vona, að hún myndi skrúfa fyrir músíkina, en hafi svo verið, þá varð hann fyrir vonbrigðum — hergöngulag hljómaði af þvílíkum ákafa, að ástæða hefði verið til að halda, að hljómlistin héldi til frammi í forsalnum. Samtímis leit hún út undan sér á armbandsúrið sitt. . „Er þetta virkilega þess virði, að hlustað sé á það, Leila?“ „Hví ekki það, þú veizt að ég elska músík, William. En, eins og þér þóknast. Ég ætla að laga mig dálítið til. Augnablik ...“ í sama bili var dyrabjöllunni hringt svo ofsalega, að hringingin yfirgnæfði hina drynjandi músík — og unga konan hrökk við. Hún leit óttaslegin á fé- • laga sinn. Hann hafði risið á fætur. „Þetta er náttúrlega ... En þú þarft ekki að opna.“ Nei, þess þurfti hún sannarlega ekki, því að dyrunum var hrundið upp og skellt harkalega að stöfum aftur, það heyrðist SKEMMTISÖGUR 27

x

Skemmtisögur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.