Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 30

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 30
hratt fótatak, og í sömu svipan ruddist mað- ur inn í stofuna. Hann virti þau fyrir sér með svipbrigð- um, sem nánast sagt voru fremur ógnandi, og e. t. v. eitthvað meira. „Mér skilst að ég sé ekki velkominn inn á mitt eigið heimili,“ sagði hann. „Þess- vegna hringdi ég dyrabjöllunni fyrst, en þar sem enginn gerði sig líklegan til þess að ljúka upp, hafði ég engin önnur ráð en að nota gamla lykilinn minn. Og nú ...“ Hún svaraði með borginmannlegu brosi og pataði frá sér með höndunum um leið: „Heyrðu Freddy ... þú kemur eins og þjóf- ur á nóttu. Og þú talar um þitt heimili, al- veg eins og við séum ekki skilin að skiptum og höfum slegið striki yfir liðna tímann. Nú er þetta mitt heimili og einskis annars, og enginn, ekki heldur þú, getur bannað mér að taka á móti vinum mínum.“ Hann stakk höndunum í vasana. „Þjófur á nóttu! Mér þætti gaman að vita, hvert okkar þriggja er mestur þjófurinn. Og vinir ... fyrst og fremst ríkir vinir úr Wall Street. Fólk, sem hefur efni á að kaupa allt fyrir peninga —jafnvel fögur andlit. En ...“ Flann tók aðra höndina úr vasanum. En áður en honum hafði unnizt tími til þess' að miða skammbyssunni, kvað við skothvell- ur. Það glampaði á litla skammbyssu í hönd Leilu, og daufur, tæplega sýnilegur reykjar- mökkur, blandaðist sígarettureyknum í stof- unni. í sjálfsvarnarskyni hafði William Warfield verið þess albúinn að stökkva á Freddy Stevens, þegar skotinu var hleypt af úr óvæntri átt. „Var þetta nauðsynlegt?" spurði hann og benti á líflausan líkamann, sem lá á gólf- inu. „Leila .. „Hvað átti ég að gera? Annars hefði hann skotið þig, elskan mín. Hjálpaðu mér, heyr- irðu það — hjálpaðu nrér.“ Hún beygði sig niður yfir þann myrta. „Hann er dauður ... ef lögreglan kæmi nú.“ 28 Warfield hafði tekið skammbyssuna upp og þurrkaði skeptið vandlega með vasa- klútnum sínum. — „Við skulum hugsa mál- ið,“ sagði hann. „Enginn veit af okkur hérna. Útvarpið glurndi í sífellu, svo að sennilega hefur enginn lreyrt skothvellinn. Við verðum að finna upp á einu eða öðru. Hann var skotinn af innbrotsþjófi, það er allt og sumt. í sjálfsvörn." Hún æddi um stofuna eins og villidýr í búri sínu, flýtti sér inn í svefnherbergið og fór að róta í fataskápunum og snyrtiborð- inu.Hún byrjaði að pakka niður. Warfield gekk inn í borðstofuna og þaðan fram í eld- húsið, þar sem hann fór að grúska í ýms- um skúffum, áður en hann fór eftir frú Stcvens inn í svefnherbergið. Svefnherberg- ið var fullt af ferðatöskum og fatnaði, sem lá þar á víð og dreif, alveg eins og þjófur hefði nýlega verið að verki þarna í herberg- inu. „Þetta er fyrirtak,“ sagði hinn drýginda- legi herra Warfield. „Láttu það liggja, eitt- hvað af því að minnsta kosti, þá fer ekki hjá því að lögreglan haldi að um innbrot hafi verið að ræða.“ „En við verðum að hafa fjærverusönnun, William. Það er þessvegna sem ég flýti mér •svona. Og svo ...“ „Og svo ...?“ spurði hann hinn rólegasti. „Ég verð að fá fimmtíu þúsund dollara snemma í fyrramálið, William. Héðan fer ég á eitthvert hótelið og þar getur þú hitt mig á morgun. Ég ferðast svo eitthvað í burtu ... það geta liðið margir dagar áður en þeir uppgötva þetta hérna, og þá er ég komin á öruggan stað. Þú kemur svo á eft- ir ..." „Já, auðvitað verður þú að fara á brott, Leila, og einmitt í augnablikinu get ég ekki fylgzt með þér. Það rnyndi líta grunsamlega út. En þú verður að fara án þess að hafa far- angur með þér. Þú hlýtur að sjá að þú getur ekki haft allt þetta meðferðis.Til þess þyrft- SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.