Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 32

Skemmtisögur - 01.07.1949, Qupperneq 32
Hún hafði opnað útidyrnar lítið eitt og gægðist varlega út. „Það kemur auðvitað ekki til mála að fara í lyftunni, og við megum heldur ekki kveikja útiljósið.“ í sömu andránni heyrðist einkennilegt hljóð — einkennilegt hljóð undir þessum kringumstæðum. Það var einhver sem hnerr- aði — og hlutaðeigandi hlaut að vera inn í stofunni, þar sem Freddy Steven lá. „Hvað var nú þetta?“ sagði Warfield. „Heyrirðu, það var einhver að hnerra." En Leila virtist helzt vera að flýta sér áf- ar mikið. „Hugsaðu ekki um það. Það hlýt- ur að hafa verið í útvarpinu." „Ég er búinn að skrúfa fyrir. Hlustaðu!“ Aftur hnerraði einhver þarna inni. Kröft- uglega, já mjög kröftuglega. Og einu sinni enn; og aftur; og aftur ... „Já, kæra frú,“ sagði hann. „Leyfið mér að viðurkenna, að þessu var öllu mjög kæn- lega fyrirkomið, en skammbyssa yðar var ekki hlaðin með banvænum kúlum, og þar að auki drepst enginn maður svona á sek- úndunni. Ég er ákaflega varfærinn hers höfðingi, eins og þér máske hafið heyrt frá Wall Street. Og meðan þér voruð inni í svefnherbergi og létust vera að pakka nið- ur, þá brá ég mér fram í eldhúsið og fann ofurlítið af steyttum pipar. Og nú — já, þessa fimmtíu þúsund dollara verðið þér víst að afskrifa, úr því sem komið er, býst ég við að yður skiljist. Að svo búnu vil ég leyfa mér að draga mig í hlé. Skilið kveðju til eiginmanns yðar. Hann er ákaflega efni- legur leikari, og eiginkonan lians er heldur ekki sem verst ...“ Hún svaraði engu. En andlitssvipur henn- ar var ekki beinlínis aðlaðandi, þessa stund- ina. Því næst stikaði hún inn í stofuna og fann þar þann „myrta“, sitjandi í hæginda- stól og reykjandi sígarettu. „Fífl,“ sagði hún, „veiztu hvað þú hefur gert? Þú hnerraðir fimmtíu þúsund dollur- um út í veður og vind.“ ENDIR -SKRÍTLUR- Þeir Bing Crosby og Bob Hope, sátu inni í veitingahúsi, þegar maður nökkur kom að borð- inu þeirra, og var hann sýnilega óvanur að fara á opinbera staði. Hann heilsaði Bing og sagði: „Manstu ekki eftir mér?“ Þetta er spurning, sem frá upphafi alda hefur dunið á þekktu fólki. „Þú kemur mér kunnuglega fyrir sjónir,“ sagði Bing. Þetta er sama svarið, sem allir frægir leik- arar nota við þessari spurningu. „Manstu ekki, þegar þú vannst með mér í Stál- verksmiðjunni, fyrir um það bil 20 árum,“ hélt ókunni maðurinn áfram. „Þá sagðirðu okkur. að þú ætlaðir að verða frægur í kvikmyndum og útvarpi, ekki rétt?“ „Jú, nú rámar mig í það,“ sagði Bing kurteis- lega. „Segðu inér eitt, Bing,“ sagði maðurinn for- vitnislega, „hvernig hefur þér gengið?" 30 Einhver frægasta skytta landsins var á ferða- lagi fyrir norðan og kom m. a. til ónefnds kaup- túns, þar sem hann sá sér til undrunar teiknuð skotmörk víðs vegar á veggina og allsstaðar hafði verið skotið nákvæmlega í miðju marksins. Hann bað um að fá að tala við skotmanninn og fékk það. Maðurinn reyndist vera fábjáninn í kauptún- inu. „Þetta kalla ég meistaralega skotið,“ segir ferðamaðurinn. „Það leika það fáir eftir.“ „Uss, það er enginn vandi,“ sagði fábjáninn. „Fyrst skýt ég og svo bý ég til skotmarkið utan um kúlufarið." — Það reyndi maður að kyssa mig í gærkvöld. — Slóstu hann ekki undanundir? — Jú, þegar hann var búinn að því. SKEMMTISÖGUR

x

Skemmtisögur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skemmtisögur
https://timarit.is/publication/1958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.