Skemmtisögur - 01.07.1949, Side 35
Ég hafði ákveðið að fara í litla veitinga-
krá nálægt Dorking. í lestinni á leiðinni
þangað, las ég um morðið. Hinn látni var
William Ebbutt, verkamaður. Morðið var
framið með veiðihníf, og nú var verið að
leita eiganda hans.
Blaðið skalf í höndum mínum.
En hvað þurfti ég að óttast? Þjónninn
minn gat vitnað, að ég hefði verið heima
allt kvöldið. Hnífinn hafði hann aldrei séð,
og blóði drifin fötin voru vel geymd í tösk-
unni minni. Og að öðru leyti hafði ég gott
orð á mér. Og hvers vegna skyldi ég fara að
myrða einhvern fátækan verkamann?
Ég var orðinn nokkurn veginn rólegur,
þegar lestin stanzaði á stöðinni, og ég stökk
niður með töskuna. í veitingakránni tók
gestgjafinn á móti mér, hann þekkti mig
frá fyrri heimsóknum. Við töluðum saman
og fengum okkur viskíglös á minn kostn-
að. Ég sagði honum, að ég þyrfti að senda
böggul með póstinum í dag. Gat hann látið
mig fá umbúðarpappír?
Það gat hann, og ég fór upp í herbergi
mitt til að búa um fötin. Ef til vill hefði ég
ekki átt að biðja hann um pappírinn, en
á hinn bóginn gat ég hvort eð var ekki
vænzt þess, að komast óséður burt með
böggulinn, sem ég ætlaði að fleygja í djúpt
vatn í skóginum. Þangað ætlaði ég, en ekki
í pósthúsið.
Skömmu síðar stóð ég hjá vatninu og
fleygði bögglinum í vatnið.
Ég borðaði kvöldverð, og seinna um
kvöldið settist ég inn í veitingastofuna, þar
sem íbúar héraðsins komu saman. Kvöld-
blaðið minntist aðeins á rnorðið fáum orð-
um. Krufning hafði leitt í ljós, að hinn
látni hafði verið mjög drukkinn. Sennilega
hefði verknaðurinn verið framinn í áflog-
um. Vinnufélagar hins myrta voru yfir-
heyrðir. Fingiaförin á hnífsskaftinu myndu
auðvitað verða úrslitasönnunargagnið.
Ég dvaldi einn dag í viðbót í kránni og
fór síðan aftur til London. Tveimur dög-
um síðar bar nokkuð við. Somers uppgötv-
aði, að brúnu fötin voru horfin.
Ég lék hlutverk mitt vel. Brúnu fötin
hafði ég farið með út í sveitina, en þar eð
ég hafði skemmt þau svo mjög í skógarför,
skildi ég þau eftir.
Somers lá annað á hjarta. Lögreglumaður
hafði komið og spurt nokkurra spurninga.
Meðal annars, hvort nokkuð hefði gerzt
hér nóttina, sem morðið var framið, hvort
verið gæti, að veiðihníf hefði verið stolið
frá einhverjum. ...
Ég gekk að reykborðinu og valdi mér
vindil af mikilli vandvirkni.
„Hvernig veiðihníf?"
„Ég veit það ekki. Hann spurði bara.“
Ég gekk fram í forstofuna og fór í frakka.
„Ég ætla í klúbbinn," sagði ég við Somers.
„Veiðihníf,“ tautaði ég á leiðinni. „Lög-'
reglan heldur að morðinginn hafi stolið
hnífnum. . .. Hvers vegna? Af því að hníf-
urinn er dýr.Vinnufélagar mannsins rnyndu
ekki hafa efni á. ..
Klukkustund síðar var hringt til mín.
Mjög svo vingjarnleg rödd skýrði mér frá,
að Scotland Yard vildi hafa tal af mér.
Ég lofaði að koma strax. Ég held ekki,
að rödd mín hafi titrað. Hvers vegna skyldi
hún hafa gert það? Það voru ekki til neinar
sannanir gegn mér.
Lögreglumaðurinn, sem tók á móti mér,
kynnti sig sem Carlish sakamálafulltrúa.
Hann var mjög elskulegur í viðmóti.
„Gilkes," sagði hann og tók lokið af
pappaöskju, „mig langar að vita, hvort þér
hafið nokkurntíma séð þennan hlut áður?“
Það var veiðihnífurinn, veiðihnífurinn
minn.
Ég var viðbúinn þessu, svo ég hristi höf-
uðið rólegur. „Þér hafið þá ekki séð hann
áður?“
„Nei, það hef ég ekki, en segið mér. ...“
„Það er viðvíkjandi morði,“ útskýrði
SKEMMTISÖGUR
33