Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 38
meira en nóg af honum í augnatillitinu.
Hún kom oft eftir þetta, en það væri synd
að segja, að hún hafi verið skrafhreyfin.
Hún sat bara og las Tsjekov.
„Nú hljótið þér að verá búin að læra
þetta hlutverk," sagði ég einn daginn.
„Hvaða hlutverk?" spurði hún, án þess
að líta upp úr bókinni.
„Auðvitað þetta, sem yður dreymir um
að leika í Hafmáfinum, ef tækifæri býðst.“
Það var eins og hún horfði í gegnum mig
á geislandi bjart leiksvið. „Ég skal fá tæki-
færi einn góðan veðurdag. Og hvernig ég
skal leika! Þér kannizt ef til vill við leik-
ritið?“ sagði hún allt í einu vingjarnlega.
„Hvaða hlutverk mynduð þér leika, ef þér
mættuð velja?“
Ég þurrkaði af borðinu fyrir framan
hana. „Ég hugsa mér ekki að verða leikari,“
sagði ég.
Stóru augun lýstu undrun.
Jæja, næsta laugardagsmorgun, þegar ég
stóð og glápti á Broadway út um gluggann
og óskaði, að það hætti að rigna, vegna þess
að rigning fer New York ekki vel, kom Tim
Meakins inn rennvotur. Tim er aðstoðar-
leikstjóri Freds Darlings.
„Heyrðu, Whitey,“ andvarpaði hann. „Sá
gamli nær ekki upp í nefið á sér núna. Það
er frumsýning hjá okkur í Pittsburg á
mánudaginn og Ingenul okkar er hlaupin
burt, af því að hún ætlar að rjúka í að gifta
sig. Ef þú rekst á einhverja, þá sendu hana
til mín, helzt strax, því ég þarf að láta hana
fara með síðdegislestinni.“
Ég hugsaði mig ofurlítið um. „Hvers kon-
ar manneskju þarftu, Tim?“ spurði ég.
Hann stanzaði í dyrunum. ,,Rósaknapp,
sem getur varla beðið þess að fá leyfi til
að breiða úr sér,“ sagði hann brosandi.
Það kom enginn fyrr en ég ætlaði sjálfur
að fá mér matarbita, þá var lokið upp, og
þarna stóð þessi með stóru augun með litla
regnhlíf í hendinni.
36
„Kaffi,“ sagði hún og grúfði sig niður í
Hafmáfinn eins og venjulega.
Ég bar lienni það, og hún fór að hræra í
því án þess að líta upp. „Hvernig lízt yður
á að byrja í leiksýningu hjá Fred Darling
á mánudaginn?" spurði ég kæruleysislega.
Hún missti bókina niður í kaffið sitt og ég
þurrkaði af henni fyrir hana. „Þá vantar
leikkonu, sem getur lært hlutverkið í snatri.
Hvers vegna skreppið þér ekki til þeirra og
freistið hamingjunnar?"
„Þakka,“ sagði hún kuldalega. „En ég hef
reyndar þegar fengið dásamlegl hlutverk."
Ég neita ekki, að ég móðgaðist. Hér hafði
hún setið eins og ísjaki í margar vikur, og
þegar ég nú læt hana fá fyrsta flokks tæki-
færi, gerir hún sig merkilega. Hún lagði
pening á borðið, stóð upp og fór. Úr glugg-
anum sá ég, að hún stefndi beina leið í
ljónsbælið.
Það voru ekki liðnar tuttugu mínútur er
hún kom aftur með sín stóru augu. Hún
hengdi regnhlífina á borðbrúnina og vings-
aði bláu blaði. Flún hafði fengið hlut-
verkið.
„Þrjár brauðsneiðar," sagði hún áköf.
„Mikið ofan á þær, og fljótt! Ég fer með síð-
degislestinni."
„Hvað? Hættið þér við dásamlega hlut-
verkið, sem þér höfðuð?"
„Afsakið, Whitey," sagði hún. „En þér
skopist að öllum, svo ég hélt — ég sé eftir
því, Whitey."
Whitey. Jæja, hún vissi hvað ég hét! Ég
bráðnaði fljótar en ískaka á steikarpönnu.
„Óska til hamingju!" sagði ég.
Ég sá hvernig hún réðist á brauðsneið-
arnar, eins og hún hefði ekki séð mat í viku.
Næst þegar ég leit til hennar, sat hún og
gramsaði í tösku sinni.
„Þeir létu mig fá tuttugu dollara seðil,“
sagði hún. „í fargjald og ...“ Hún renndi
sér niður af stólnum og gáði undir borðið.
„Ó, Whitey! Mitt eina tækifæri. ...“
SKEMMTISÖGUR