Skemmtisögur - 01.07.1949, Page 40
ÆvÍBifýrið um óhamingjusama
eiginmanninn og konuna hans.
Skopsaga frá Turkmenistan, eftir '
S. KOTLJAR, skrifuð i stil við mú-
hameðskan hugsunarhátt, svipað og í
„Þúsund og einni nótt“.
ÞEGAR eiginkona Dsjali-Abads fæddi
honum dóttur, gaf hann henni nafnið Aju-
Yk, en það þýðir svo mikið sem: Ferskja
úr aldingarðinum Eden, Perlumóður-glitr-
andi sólargeisli, og þar að auki fjölmargt
annað, álíka háfleygt, sem of langt yrði hér
upp að telja.
Dsjali-Abad bauð til feiknarmikillar
veizlu. Hann bauð öllum vinum og kunn-
ingjum, en einum gleymdi hann að bjóða,
nefnilega hálfblindu kerlingunni Augul-
Kaby.
Hann hafði gleymt að bjóða henni, en
hún kom óboðin, skjálfandi af reiði yfir
móðguninni.
Hver á eftir öðrum óskuðu gestirnir Aju-
Yk litlu, einhvers góðs til handa. Einn ósk-
aði að henni auðnaðist auðævi, annar hygg-
indi, þriðji ágætan eiginmann, fjórði góð-
an hljómlistarsmekk, fimmti frjósemi, sjötti
fegurðar, sjöundi hjartagæzku, áttundi
trygglyndi o. s. frv., o. s. frv.
Heil úlfaldalest myndi ekki hafa getað
rogast með allar þær frómu óskir, sem
bornar voru upp, Aju-Yk litlu til heilla.
Seint og um síðir var röðin komin að Au-
gúl-Kaby, til þess að mæla fram sína ósk.
Hálfblindum augunum leit hún á hið litla
barn, og skegg hennar nötraði og titraði —
38
hún var nefnilega alveg eins skeggjuð og
spámaðurinn, blessað sé nafn hans! — og
munnvatn hennar var beiskt af hatri.
„Það einasta sem ég vil segja,“ lýsti hún
yfir, „er það, að eiginmaður Aju-Yk mun
verða óhamingjusamur."
Og jafnskjótt sem hún hafði mælt þessi
orð, datt hún steindauð niður.
Gestirnir voru svo kurteisir, að þeir létu
sem þeir hefðu ekki heyrt bölbæn gömlu
kerlingarinnar, og foreldrarnir hugguðu sig
við, að sá rnaður sem fengi þeirrar konu,
er væri bæði rík og falleg, og hyggin og
trygglynd, gæti tæplega orðið svo mjög ó-
hamingjusamur.
Árin liðu, og Aju-Yk óx upp og varð ung
kona, og hennar líka höfðu menn aldrei
séð. Fegurð hennar var algerlega skugga-
laus, og á öllum sviðum lista og vísinda
varð kunnátta hennar framúrskarandi og
öldungis dæmalaus. Auðævi föður hennar
höfðu aukizt í sífellu, og ef þau hefðu ver-
ið sett í einn haug á jörðina, myndu þau
hafa sokkið niður í djúpa holu undan hin-
um geysilega þunga sínum.
Reyndar höfðu ýmsir heyrt spádóm
gömlu nornarinnar þar í grenndinni, en
það var enginn sem tók neitt mark á hon-
um, og marga biðla bar að garði í þeim til-
SKEMMTISÖGUR
f