Skemmtisögur - 01.07.1949, Blaðsíða 42
„Ó, Allah, engu get ég leynt þig. Ég ætl-
aði að taka mitt eigið líf.“
„Veiztu ekki, að það er bannað að leggja
hendur á sjálfan sig? Það stendur í Kóran-
inum á blaðsíðu tuttugu og sjö, þrettándu
línu að neðan! Svaraðu!"
„Ó, Allah! ...“
„Veiztu ekki, að enginn, sem brýtur þetta
boðorð, kemst í Paradís?"
„Ó, Allah, ég var þess albúinn að gera
allt til þess að komast burt frá eiginkonu
minni. Ef þú ættir slíka konu sjálfur, mynd-
ir þú ugglaust stinga höfðinu í lykkjuna.
við fyrsta mögulega tækifæri!"
„Hvernig vogarðu að tala svona? Hef ég
kannske ekki gefið þér eiginkonu, sem er
algerlega gallalaus?"
„Jú, þú faðir sköpunarverksins, þú ljós
hinna trúuðu og ógn hinna vandlátu,
þú • • •“
„Svona, svona, þá ertu byrjaður aftur!
Vertu stuttorður!"
„Jú, Allah, þú hefur vissulega rétt að
mæla.“
„Jæja, en hvaða ástæður hefurðu þá til
þess að brjóta boðorðið, sem skrifað stend-
ur í Kóraninum mínum á blaðsíðu tuttugu
og sjö, þrettándu línu að ofan?“
„Var það ekki að neðan?"
„Jæja, þá, þá að neðan, það kemur út á
eitt! Prýða máske ekki allar dyggðir eigin-
konu þína, sem einn kvenmann mega prýða
og vel það?“
„Jú, það er einmitt mergurinn málsins,
Allah! Dyggðir hennar eru svo miklar, að
hún hefur ekki einu sinni smugu fyrir einn
einasta smá galla. Hún er gjörsamlega
blettalaus fyrirmynd fyrir allar manneskj-
ur, og hvað sem hún sagði við mig, þá gat
ég aldrei gert hina minnstu athugasemd.
Þannig kom, að ég fann alltaf til löngunar
til þess að stytta henni aldur, og til þess að
komast hjá því, var það að ég reyndi að
fremja sjálfsmorð. Til allrar ólukku kom
þessi förumunkur og skar mig niður á ó-
heillastundu, en sem betur fór lézt ég eðli-
lega sjö dögum síðar á heimili mínu. Það
er allt og sumt. Hefði eiginkona mín haft
einn, bara einn, galla, þá væri ég nú jarð-
arinnar hamingjusamasti maður.“
„Þegiðu, þú óverðugur!" sagði Allah fok-
vondur. „Þú verðskuldar ekki að hitta konu
þína í Paradís. Þess vegna sendi ég þig nið-
ur til Helvítis. Farðu!“
„Kærar þakkir, Allah!“ hrópaði Hassan-
Ali hæstánægður. „Ég skil, að þú getur
hreint ekki gert þér í liugarlund, ó, þú allt-
vitandi, hvernig eiginkonan mín gallalausa
í raun og veru er. ... Jæja, en þær samræð-
ur getum við jú tekið upp að nýju, í Hel-
víti. Sæll á meðan!“
ENDIR
- SKRÍTLUR -
Hjónin lentu í orðasennu einn sunnudagsmorg-
un, og eiginmaðurinn sló í borðið, titrandi af
reiði og hrópaði: „f þetta sinn hefurðu gengið of
langt. Nú skiljum við að skiptum!“
„Ég meina það, ég ætla aldrei að koma aftur,“
hélt hann áfram. „Ef til vill fer ég upp í óbyggð-
ir, eða upp á Grænlandsjökla; kannske suður í
frumskóga hitabeltisins, eða jafnvel fer ég með
rakettuflugvél til tunglsins.“
Hann opnaði útidyrnar, gekk út, en flýtti sér
inn aftur.
„Það er heppni fyrir þig,“ tautaði hann, „að
það skuli vera rigning."
Þjónninn: — Eruð þér ekki sami maðurinn,
sem ég afgreiddi hér fyrir viku síðan?
Gesturinn: — Nei, eftir þá máltíð verð ég
aldrei sá sami.
Hún: — Af hverju kallarðu mig alltaf „barn“?
Hann: — Af því þú ert bara með eina tönn.
Útgefandi: Prentsmiðjan Rún h.f. — Skúlatún 2 — Reykjavík — Afgreiðslusímar: 4045 og 7667.
40 SKEMMTISÖGUR