Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 37
INNLENT ÁRSYFI RLIT 1945 — 46
ÁGÚST 1945
1 Forseti íslands, Sveinn Björnsson, hinn fyrsti þjóðkjörni, tekur hátíð-
lega við embætti. Ráðgerð bygging vararafstöðvar við Elliðaár við
Reykjavík. Knattspyrnufél. Akureyrar Norðurlandsmeistarar í hand-
knattleik karla og kvenna. Eldur uppi í trésmiðju að Mjölnisholti, Rvk.
2 Ríkisstjórnin semur um byggingu 31 vélskips innanlands.
3 Tiu íslendingar, sem voru í gæzlu erlendis hjá setuhðunum, fluttir hingað og settir í varðhald hér. Valur vinnur Handknattleiksmót Armanns í Rvk.
5 Síldarsöltun hafin. Síldveiði treg.
7 Máttleysisveiki verður vart 1 Rvk. Amerísk flugvél nauðlendir að Nesi í Selvogi, mannbjörg varð.
8 Fimm menn brennast, er sprenging verður í vélarrúmi vélbáts á Ólafsvík, enginn hættulega. Björn Kristjánsson kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, Framsóknarmaður, verður sjálfkjörinn alþingismaður Norð- ur-Þingeyinga við aukakosningu í kjördæminu.
9 Máttleysisveikin breiðist nú út í Rvk., en er yfirleitt væg.
10 Forsetinn ferðast með frú sinni um Norðurland. Meistaramót í frjáls- um íþróttum háð i Reykjavík. Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari, sem hefur hlotið mikinn hróður fyrir leik sinn í Bandaríkjunum, heldur hljómleika í Rvk.
12 Farþegaflug hafið milli íslands og Svíþjóðar á vegum sænska flug- félagsins S. I. L. A.
14 íslendingum 10, sem setuliðin handtóku og fhittu úr landi, sleppt úr haldi í Rvk. Sjötugur verkamaður, Þórður Árnason, sem um ævina hafði bjargað níu manns frá drukknun, bíður bana i Reykjavík vegna árásar drukkins manns.
15 Friði fagnað í Rvk. Frí gefið frá vinnu.