Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 38
32
Innlent ársyfirlit
1G Þriggja ára stúlkubarn ferst í bifreiðarslysi hjá Baldurshaga við Rvk. Nokkur Islandsmet sett á meistaramóti í frjálsum íþróttum í Rvk. (sjá Frjálsar íþróttir). Jakob Möller alþm. skipaður sendiherra íslands í Danmörku. Hallgrímur Benediktsson stórkaupm. tekur sæti á Alþingi.
17 Eimskipinu „Lagarfossi", sem kemur til Noregs með gjafir frá íslend- ingum, fagnað forkunnarvel af Norðmönnum.
20 Eimskipafélag ísiands semur um skipasmíðar, aðallega í Danmörku. Flugfélag íslands kaupir tvær nýjar flugvélar.
21 Sæmundur Sigurðsson, verkamaður í Hafnarfirði, fellur niður í skips- lest og bíður bana af. Magnús Blöndal, forstjóri Síldarverksmiðja rík- isins á Siglufirði, fellur af hestbaki og bíður bana af. Hinn heimsfrægi fiðlusnillingur, Adolf Busch, heldur fyrstu hljómleika sina í Reykjavík, við mikla hrifningu. Stefán fslandi heldur hljómleika á Akureyri. Knattspyrnufélagið Fram í Reykjavík vígir sér nýjan íþróttavöll.
23 Fyrsta flug Flugfélags Islands beint til Kaupmannahafnar. Fjögurra manna nefnd, skipuð af forseta íslands, til þess að semja við Dani. í nefndinni eru þessir menn: Jakob Möller sendiherra, formaður, Stefán Jóh. Stefánsson alþm., Eysteinn Jónsson alþm., og Kristinn Andrésson alþm. Prófessor Ólafur Lárusson er lögfræðilegur ráðgjafi nefndarinnar, en Baldur Möller sendifulltrúi, cand. jur., ritari hennar. Kanadiskum tundurspilli, sem strandaði við Viðey, náð út. Hann keyptur af ís- lendingum.
24 Tundurdufl springur í Vestmannaeyjum. Rúður sundrast viða í hús- um. Mjög lítið um síldveiðar.
25 Skipað Landbúnaðarráð, 25 menn, til þess að ákveða verðlag land- búnaðarafurða. Skipun þess veldur deilum. Slysavarnafélag íslands lætur vinna að byggingu 11 skipbrotsmannaskýla á Söndum austur.
27 íslenzk síldarleitarflugvél nauðlendir á sjó við Langanes og sekkur. Sænskt skip bjargar áhöfninni. Sigurður Nordal og Páll ísólfsson eru um þessar mundir heiðursgestir háskólans í Oslo. Páll ísólfsson kjör- inn þar heiðursdoktor. Valur verður bezta knattspyrnufélag íslands 1945 með því að vinna íslandsmótið í knattspyrnu í 11. sinn. Forseti íslands ferðast um Barðastrandarsýslu. Hafnargarðurinn í Hafnar- firði sigur skyndilega að framan um 2 metra. Bræðslusildarmagnið er um þessa helgi 454.099 hl. Var á sama tíma í fyrra (1944) 1 millj. 700 þús. hl. Saltað hafði verið af síld 47.778 tunnur. í fyrra á sama tíma 26.620 tn.
29. Snurpinótaskip hætta síldveiSum sökum aflaleysis. Munir Þjóðminja-
safnsins fluttir aftur til Reykjavíkur úr geymslu utan bæjar, þar sem
eyðingarhætta af loftárásum þykir afstaðin. Merkilegar bæjarrústir