Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 48
HAFNARISLENDI NGAR
Jón Krabbe trúnaöarmaSur, f. 15. jan. 1874 í Kaup-
mannahöfn. Cand. jur. 1896, cand. polit. 1898. Aðstoð-
armaður á skrifstofu islenzku stjórnardeildarinnar í
Kaupmannahöfn 1898; skrifstofustjóri þar 1909—20.
Trúnaðarmaður íslenzku stjórnarinnar í utanríkis-
ráðuneyti Dana 1918—40. Samstarfsmaður íslenzka
sendiherrans í Kaupmannahöfn frá 1920 og íslenzkur
sendifulltrúi þar 1924—26 og 1940—45. Yfirréttarmála-
flutningsmaður frá 1903. Fulltrúi íslands í ýmsum
nefndum sem unnið hafa að samræmdri löggjöf á
Norðurlöndum. Féhirðir Hins íslenzka fræðafélags frá 1920. Heiðursfélagi
Félags íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn.
Jón Sveinbjörnsson konungsritari, f. 2. febr. 1876 1
Reykjavík. Cand. jur. 1903. Fulltrúi á skrifstofu ís-
lenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn 1914—•
18. Konungsritari 1918—44. Átti mikinn þátt í undir-
búningi samninganna um sambandslögin 1918. For-
maður íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn 1896 og
í mörg ár eftir það. í stjórn Dansk-islandsk Samfund
1918—26. Heiðursfélagi Félags íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn.
Sigfús Blöndal, fyrrv. bókavörður, dr. phil., f. á Hjalla-
landi i Vatnsdal 2. okt. 1874. Cand. mag. 1898; að-
stoðarmaður á konunglega bókasafninu í Kaupmanna-
höfn 1901, bókavörður 1907—39; lektor í íslenzku við
Kaupmannahafnarháskóla frá 1931. Ritari Hafnar-
deildar Bókmenntafélagsins 1904—05 og 1906—11; rit-
ari Hins íslenzka fræðafélags 1912—17 og varafor-
maður þess síðan 1925. í stjórn Dansk-islandsk Sam-
fund 1926—37 (varaformaður 1927—37). Heiðurs-
doktor við Háskóla íslands 1924. Helztu rit: íslenzk-
dönsk orðabók (1920—24), Drottningin í Algeirsborg (1917), Islandske
Kulturbilleder (1923—24), Myndir úr menningarsögu fslands (með Sigurði
Sigtryggssyni, 1929), Praktisk Lærebog i islandsk Nutidssprog (með
Ingeborg Stemann, 1943). Hefur gefið út m. a. Ævisögu Jóns Ólafssonar
Indíafara (1908—09) og Píslarsögu Jóns Magnússonar (1914), auk fjölda
ritgerða og þýðinga. Einn af stofnendum Félags ísienzkra stúdenta í Kaup-
mannahöfn og heiðursfélagi þess.