Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 50
Attlee, Clement Richard, forsætisráðherra Bretlands, f.
1883. Stundaði nám við Oxfordháskóla. Varð mála-
flutningsmaður árið 1905. Lektor í þjóðfélagsfræði árin
1913—23. Tók þátt í stríðinu 1914—18. Varð majór 1919.
í bæjarstjórn Londonar 1919—27. Þingmaður síðan
árið 1922. Aðstoðarráðherra í stríðsstjórninni 1924.
Póstmálaráðherra 1931. Formaður þingflokks Verka-
mannaflokksins í neðri deild brezka þingsins. Leiðtogi
stjórnarandstöðunnar 1935—40. Innsiglisvörður kon-
ungs í samsteypustjórn Churchills 1940—42. Auk þess
ráðherra í stríðsstjórninni. Varaforsætisráðherra í mai 1941. Samveldis-
málaráðherra 1942—43. Forseti ríkisráðsins og varaforsætisráðherra árin
1943—45. Forsætisráðherra í stjórn brezka Verkamannaflokksins eftir
kosningarnar í júlímánuði 1945. Undirritaði Potsdamyfirlýsinguna.
Bevin, Ernest, utanríkisráðherra Bretlands, f. 1884 I
Devonshire, sendisveinn, sporvagnsstjóri, bílstjóri, síð-
ar forstöðumaður flutningafélags í Bristol, formaður
félags atvinnuleysingja í Vestur-Englandi árið 1907,
trúnaðarmaður í félagi hafnarverkamanna í Bristol
1910, forseti sambands félaga flutningaverkamanna
1920. Meðlimur í ráðgjafarnefnd í atvinnumálum. For-
maður stjórnar brezka alþýðusambandsins árið 1937.
Formaður útgáfustjórnar Daily Herald, aðalmálgagns
brezka Verkamannaflokksins. Varð verkamálaráðherra
árið 1940, þótti fara það starf mjög vel úr hendi og jók þannig álit og
fylgi flokks sins. Varð meðlimur í stríðsstjórninni árið 1940. Fór úr ríkis-
stjórninni, þegar Churchill leysti upp stjórn sína í maí 1945. í júlí sama
ár varð hann utanríkisráðherra í stjórn Attlees.
Byrnes, James F., utanrikisráðherra Bandarikjanna, f.
1879 í Charleston i Suður-Carolínu. Ólst upp við þröng
kjör og varð að vinna fyrir sér sjálfur frá þvi að hann
var fjórtán ára. Stundaði 1-aganám ásamt sendisveins-
störfum á málafærsluskrifstofu. Lauk embættisprófi í
lögum árið 1903. Hóf útgáfu blaðs að loknu prófi. Árin
1911—1925 var hann þingmaður í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings. 1930—41 þingmaður í öldungadeildinni. 1941
skipaði Roosevelt hann dómara í hæstarétti. Árið 1942
varð hann formaður skipulagsnefndar atvinnumála i
Bandaríkjunum. 1943 stjórnaði hann herútboðinu í Bandaríkjunum. Hefur
leyst af hendi mikilvægt starf með stjórn sinni á hergagnaframleiðslunni.
Var í fylgd með Roosevelt á Jalta og Teheran-ráðstefnunum. Skipaður
utanríkisráðherra af Truman forseta, þegar Stettinius lét af embætti.