Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 51
Hver er maðurinn
45
Chiang-Kai-Shek, kínverskur hershöfðingi og þjóðar-
leiðtogi, f. 1888. Upphaflega kaupmaður að menntum.
Siðar stundaði hann nám við herforingjaskóla í Tokio
og Moskva. Tók þátt í kínversku byltingunum árin
1911, 1912 og 1917. Kynntist hinum mikla byltingar-
leiðtoga Sun-Yat-Sen og kvséntist systur hans. Var
formaður herforingjaráðs hans 1917—22. Kom á fót
og skipulagði her árið 1924 og vann ári síðar sigur á
nokkrum andbyltingarsinnuðum herforingjum. Tók við
af Sun-Yat-Sen, mági sínum, sem leiðtogi Kuo Min-
Tang flokksins. Varð æðsti hershöfðingi lýðveldisins og fékk nafnbótina
„generalissimus". Hætti samstarfi við kommúnistana árið 1927 og mynd-
aði sína eigin stjórn. Kína er eitt af „hinum fimm stóru“ ríkjum I hinu
nýja alþjóðlega öryggisbandalagi.
Eisenhower, Dwight D., æðsti hershöfðingi Banda-
ríkjahers í Evrópu og fulltrúi Bandaríkjanna 1 eftir-
litsnefnd Bandamanna í Þýzkalandi, f. 1891. Tók þátt
í fyrri heimsstyrjöldinni sem liðsforingi í bandarískri
vélahersveit í Evrópu. Varð yfirforingi herforingjaráðs
MacArthurs 1935 og skipulagði varnir Filippseyja ásamt
honum. 1942 varð hann yfirhershöfðingi Bandaríkja-
hersins i Evrópu. Stjórnaði landgöngu brezku og banda-
rísku hersveitanna x Norður-Afríku árið 1942. Yfir-
hershöfðingi hersveita Bandamanna við Miðjarðarhaf
1943. í desember 1943 var hann skipaður yfirhershöföingi innrásarsveita
Bandamanna í Evrópu (SHAEF, Supreme Head Quarters Allied Expedition-
ary Forces). Var æðsti foringi allra hersveita Bandamanna, sem gengu á
land í Normandie í júní 1944 og stjórnaði öllum hernaðaraðgerðum þeirra.
de Gaulle, Charles Andre Joseph Marie, forsætisráð-
herra frönsku bráðabirgðastjórnarinnar, f. 1893. Stund-
aði nám við liðsforingjaskólann í Saint Cyr. Varð liðs-
foringi í hernum 1913. Hefur ritað bók, þar sem hann
gerist talsmaður þess, að franski herinn verði gerður að
sóknarher, búnum vélknúnum hergögnum, en tillögum
hans var ekki sinnt af áhangendum Maginotvarnar-
kerfisins. Varð varahermálaráðherra í stjórn Renauds
og auk þess hershöfðingi (generalmajór). Flúði til
London eftir fall Frakklands 1940 og myndaði þar
franska þjóðnefnd. Viðurkenndur sem „leiðtogi allra frjálsra Frakka" af
brezku stjórninni 28. júní 1940. Myndaði „frönsku þjóðfrelsisnefndina" eftir
að Bandamenn höfðu rekið Þjóðverja úr Norður-Afrxku. Eftir að Þjóðverjar
höfðu verið hraktir úr Frakklandi, varð hann forsætisráðherra frönsku
bráðabirgðastjórnarinnar.