Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 52
46
Hver er maðurinn
Molotov, Vichslav Michailovitch, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna síðan 1939, er Litvinov lét af þvi em-
bætti, f. 1891. Skírnarnafn hans er Skriaban, en hann
hefur tekið sér nafnið Molotov. Kominn af fátæku for-
eldri og hefur aldrei notið reglulegrar skólagöngu. Varð
meðlimur Kommúnistaflokksins 1906, síðar gerður út-
lægur til Síbiríu. Foringi bolsévika i sovétinu í Lenin-
grad árið 1917. Formaður miðstjórnar Kommúnista-
flokksins 1921. Undirritaði þýzk-rússnesku sáttmálana
1939. Lét af störfum forsætisráðherra, þegar Stalin tók
við því starfi í maí 1941, en hélt embætti utanríkisráðherra. Átti í samn-
ingum í London og Washington í maí 1942. Tók þátt í utanríkisráðherra-
fundinum í Moskva í okt. 1943. Auk þess í ráðstefnunum í Teheran, Jalta og
Potsdam. Var leiðtogi rússnesku sendinefndarinnar á San Franciscoráð-
stefnunni í apríl—júní 1945.
Montgomery, Bernhard Law, brezkur hershöfðingi, f.
1888. Gat sér mikinn orðstír í fyrri heimsstyrjöldinni.
Að styrjöldinni lokinni varð hann yfirforingi ýmissa
herja í Indlandi og Englandi. 1937 varð hann yfirfor-
ingi 9. fótgönguliðsherdeildarinnar í Portsmouth.
Stjórnaði 3. herfylki brezka hersins í Frakklandi árið
1940. Yfirforingi brezka hersins í Suðausturlöndum ár-
ið 1941. Varð foringi hins fræga 8. hers Breta og stjórn-
aði sigurför hans um Lybíu, Sikiley og Ítalíu. í janúar
1944 varð hann yfirforingi brezku hersveitanna í inn-
rásarher Bandamanna. Stjórnaði 21. herflokknum í lokaátökunum um
Þýzkaland og tók sem foringi hans við uppgjöf þýzka hersins í Norðvestur-
Þýzkalandi, Hollandi og Danmörku. Foringi herforingjaráðs brezka heims-
veldisins 1946.
Sjúkov, Gregory, rússneskur hershöfðingi, f. 1895. Tók
þegar árið 1905 virkan þátt í byltingarhreyfingunni.
Barðist sem óbreyttur hermaður í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Stundaði nám í herforingjaskólanum og fékk að
námi loknu yfirstjórn ýmissa herja í Asíulöndum
Rússa. Stjórnaði her í finnsk-rússneska stríðinu. Er
sérstaklega þekktur sem sérfræðingur á sviði skrið-
drekahernaðar. Stjórnaði vörn Moskva í október 1941.
Varð aðstoðarþjóðfulltrúi landavarnamála í ágúst 1942.
Nafns hans er minnzt í sambandi við sóknina hjá Rzjev
1942, orusturnar um Stalingrad veturinn 1942—43 og hertöku Lwow sum-
arið 1944. f janúar 1943 var hann sæmdur nafnbótinni „marskálkur Sovét-
ríkjanna". Stjórnaði hersveitunum, sem tóku Berlín. Tók við uppgjöf þýzka
herforingjaráðsins í Berlín.