Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 53
Hver er maðurinn
47
Soong, T. V., forsætisráðherra Kína, f. 1891. Stundaði
nám við Harvardháskólann i Bandaríkjunum. Aðal-
bankastjóri The Central Bank í Kanton 1924. Pjár-
Biálaráðherra árin 1925—33. Tók þátt í hinni alþjóð-
> legu viðskiptamálaráðstefnu, sem haldin var í London
1933. í bankaráði kínverska ríkisbankans síðan 1935.
Bróðir konu Chang-Kai-Sheks. Sérlegur sendifull-
trúi Kína í Bandaríkjunum árin 1940 og 1941. Skip-
aður utnaríkisráðherra í desember 1941. í byrjun
árs 1945 var hann einnig skipaður forsætisráðherra.
Atti mikilvægar viðræöur við Stalin í Moskva í júlímánuði 1945.
Stalin, Jósef Vissarinovitch, formaður rússneska Kom-
hiúnistaflokksins. Þjóðfulltrúi landvarnamála og æðsti
yfirforingi rauða hersins, f. 1979. Vakti á sér athygli
á dögum tsarstjórnarinnar fyrir marxistíska áróðurs-
starfsemi. Var gerður útlægur til Síbiríu. Kom aftur
til Rússlands, meðan byltingin stóð yfir. Varð þjóð-
fulltrúi, þegar að októberbyltingunni lokinni og gegndi
ýmsum þjóðfulltrúaembættum, unz hann komst í þá
stöðu, sem hann nú hefur. Varð áhrifamesti maður
Bússlands eftir dauða Lenins og naut öflugs stuðnings
iWolotovs, sem árum saman hefur verið ráðunautur hans og samstarfs-
> maður í því, sem lýtur að utanríkismálum. í mai 1940 tók hann við embætti
forseta þjóðfulltrúaráðsins (svarar til forsætisráöherra). Varð þjóðfulltrúi
landvarnamála í ágúst 19*1. Tók sem einn af „hinum þrem stóru“ þátt í
hinum merkilegu ráðstefni.m í Teheran í des. 1943, Jalta febr. 1945 og
Potsdam júlí—ágúst 1945. Var sæmdur heiðursnafnbótinni „generalissimus“
af æðsta ráði Sovétríkjanna i júní 1945.
tniman, Harry S., forseti Bandarikjanna, f. 1884 í
Missouri. Tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni sem liðs-
hiaður í stórskotaliðinu og varð höfuðsmaður árið
1918. Tók embættispróf í lögfræði og var skipaður
dómari í Jacksonhéraði. Forseti dómstólsins árin 1926—
1934. Kosinn fulltrúi Missouri til öldungadeildar
Bandaríkjaþings árið 1934. Vakti fyrst á sér athygli
árið 1941, er hann varð formaður nefndar þeirrar, sem
átti að hafa eftirlit með stríðsframleiðslu Bandaríkj-
anna. Var sammála Roosevelt um utanríkisstefnu
Bandaríkjanna. Kosinn varaforseti 1944 og kjörinn 33. forseti Bandaríkj-
anna, er dauða Roosevelts bar skyndilega að garði í apríl 1945. Ræddi og
samdi við þá Stalin og Churchill (síðar Attlee) á ráðstefnunni í Potsdam,
l>ar sem stefna Bandamanna gagnvart Þýzkalandi var ákveðin.