Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 58
52
StjörnufræSi
Daglína jarðarinnar og 24 „tímar".
Hvað er klukkan — á allri jörðinni? (Sjá kortið á bls. 53).
Það er kunnugt að sólin kemur fyrr upp á Seyðisfirði en í Reykjavík,
og sömuleiðis, að það er dagur hinum megin hnattarins, þegar nótt er
hjá okkur — og öfugt. Þetta er eðlileg afleiðing af snúningi jarðarinnar;
við vitum, að þegar okkur virðist sólin koma upp í austri og ganga til viðar
í vestri, þá er það í rauninni jörðin, sem snýst frá vestri til austurs. Seyð-
isfjörður, sem liggur austar en Reykjavík, snýst þess vegna fyrr inn í
sólarljósið, og þegar það er dagur hjá okkur, er Ameríka ennþá í skugga.
Hádegi — raunverulegt hádegi — er á hverjum stað þegar sólin er
þar hæst á lofti, og ættu klukkurnar að vera í samræmi við sólina, mundi
skapast við það ógurlegur timaruglingur. Af hagkvæmum ástæðum hefur
jörðinni verið skipt niður í 24 belti, sem ná (hvert fyrir sig) frá norður-
heimskauti til suðurheimskauts og eru að breidd 15 gráður, en tímamis-
munur þeirra nákvæmlega ein klukkustund.
Innan hvers beltis er sami timi, en beitið fyrir austan er einum tíma
á undan og það fyrir vestan einum tíma á eftir. Evrópa nær yfir þrjú tíma-
belti og er þess vegna talað um Vestur-Evrópu-, Mið-Evrópu- og Austur-
Evrópu-tima. ísland hefur Vestur-Evrópu-tíma, og þegar klukkan er t. d.
10 í Reykjavik, er hún 11 í London, en aðeins 8 á Grænlandi.
Takmörk tímabeltanna samsvara nokkurn veginn lengdarbaugunum. Þó
er það ekki alltaf, eins og kortið sýnir, t. d. til þess að hafa sama tíma
í sama landi. Tímabeltin hafa það aftur á móti í för með sér, að þegar
ferðast er í vesturátt, verður að seinka klukkunni, klukkustund eftir
klukkustund, en sé farið í austurátt, verður að flýta klukkunni á sam-
svarandi hátt, og eftir að hafa farið hringinn í kringum jörðina i austur,
hefur unnist heill dagur, en einn dagur tapast eftir sömu ferð i vestur.
En til þess að dagsetningin sá sú sama á hverjum stað, hvernig sem á
stendur, hugsa menn sér landafræðilega dagsetningarlínu, er liggi um
óbyggð svæði á Kyrrahafinu og hefur verið samþykkt að dagsetningunni
skuli breytt í næsta dag á undan, þegar farið sé yfir línuna frá vestri til
austurs, en breytt í næstkomandi dag, þegar farið sé um línuna frá austri
til vesturs. Þetta mun flestum lesendum kunnugt úr bók Jules Vernes,
„Kringum jörðina á 80 dögum“ — þar sem Phileas Fogg á þennan hátt
vinnur óvænt einn dag á ferð sinni kringum hnöttinn.
Tímatal.
1 hvarfár = tímabilið frá því að lengd sólar er 0°, þangað til hún er
360° = 365,2422 meðalsóldagar.
1 stjörnuár = tímabilið sem sólin þarf til að fara heila umferð um
ekliptíku = 365,2564 dagar.
1 júlianskt ár var talið 365,25 dagar.
1 gregorianskt ár er talið 365,2425 dagar, eða 3/10000 degi lengra en
hvarfár.