Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 75
Efnafræði
69
Hyernig næst bletturinn í burtu?
Hellið þér niður 1 fötin yðar, skulið þér ekki verða óróleg undir eins
og halda, að fötin séu eyðilögð. Flestum blettum er nefnilega hægt að
ná af, sé maður aðeins snar í snúningum og nái blettinum í burtu á
meðan hann er nýr. Hvar — Hver — Hvað lætur yður í té skrá yfir þá
bletti, sem tíðastir koma og aðferðina til að ná þeim burtu. Hafið alitaf
nokkrar flöskur með mikilvægustu blettahreinsunarvökvunum við hendina,
en verið varkár, þegar þér notið þá, þar sem margir vökvar eru eldfimir.
Blóð. Nýja blóðbletti er hægt að þvo
úr með volgu vatni (úr lérefti áð-
ur en það er soðið). Gamla blóð-
bletti er venjulega hægt að hreinsa
með volgu vatni, sem settur er
í sódi. Séu blettirnir á lérefti, á
i stað sódans að setja salt. Við
blóðbletti á silki er notað venju-
legt sápuvatn. Blóðblettum í dýn-
um er náð burtu með hríssterkju,
sem hrærð er út í vatni; hún er
lögð á blettina og burstað af,
þegar hún er orðin þurr. Blóð-
blettir á dökkum ullarfötum eru
ekki þvegnir i burtu; þegar þeir
eru orðnir þurrir, er hægt að
skafa þá og bursta þá af.
Blekblettum er náð í burtu með
mjólk og sítrónusafa. Blekblettir
á ullarfötum eru leystir upp með
hreinu glyceríni, síðan eru fötin
skoluð í heitu sápuvatni.
Blekblýantsblettir leysast upp í vín-
anda; einnig er hægt að nota
Eau de Cologne.
Ediksblettir á hnífapörum eru nudd-
aðir af með vínanda eða steinolíu.
Eitablettir leysast upp í benzíni. Séu
blettirnir á silki, er hægt að ná
þeim i burtu með blöndu af
terpentínu og eter. Litablettir á
rúðum eru þvegnir af með salmí-
akspiritusi.
Fitublettum er hægt að ná í burtu
með benzíni, barkarþvoli (Quill-
ajaberki) eða salmíaksupplausn
(einkum á klæði). Einnig er hægt
að láta efnið milli tveggja þerri-
blaða og strjúka síðan með heitu
straujárni, (t. d. tylgisbletti =
stearín) sé um silki eða viðkvæm
efni að ræða, verður þó fyrst að
strá ofurlitlu salti eða méli á
efnið. Feiti á leðri er náð £ burtu
með þeyttri eggjahvítu, en fitu-
bletti á gólfi á að nudda með
brúnni sápu, sem svo er þvegin
af næsta dag.
Flugnaskít á klæði er náð í burtu
með volgu ediksvatni; séu blett-
irnir á húsgögnum, á að nudda
þá af með lauksneið.
Ávaxtabletti í lérefti er hægt að
þvo af með sápu; hafi þeir verið
á í dálítinn tíma, er ef til vill
hægt að leysa þá upp með mjólk.
Ávaxtablettir í silki nást í burtu
með volgu vatni og burís.
Viðarkvoðublettir eru nuddaðir af
með terpentínu eða vínanda. Séu
þeir í silki eða efnum með við-
kvæmum litum, ber að nota eter
og þvo síðan með sápuvatni.
Joðblettum er hægt að ná í burtu
með vínanda, salmíakupplausn,
klórkalkvatni eða tvíkolsúru natr-
óni, sem strá ber á blettina.
Kaffiblettir hverfa þegar notað er
glycerín.
Kakaóblettum er oftast hægt að ná