Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 86
so
Styrjöldin
„Radar“-miðunartækið.
Radar — Radiolocation-stöðin
— samsetning fjarsýni- og fjar-
mælitækis, er uppfynning, sem
veldur tímamótum, hvort sem hún
er notuö í þjónustu hernaðarins
eða friðsamlegra starfa.
Undirstöðuatriði radarstöðvanna
er það, að sendir eru frá loft-
netakerfi útvarpsgeislar með mjög
mikilli tíðni (aðeins örfáum centi-
metrum). Pjarsýnismynd mynd-
ast síðan af uppljómuðum ljós-
vakanum á plötu, sem er í sam-
bandi við katóðugeislarör. Ef ein-
hver hlutur, t. d. flugvél, verður
svo innan þess svæðis, sem geisl-
arnir verka, rekast geislarnir á
hann, endurkastast af honum á
plötuna, og mynda ljósblett eða
mynd af hlutnum á henni. Með
hjálp sérstakra tækja er hægt að
mæla tímann frá því bylgjurnar
eru sendar og þangað til þær end-
urkastast, en með því er hægt að mæla fjarðlægð hlutarins. Þar sem jafn-
framt þessu er hægt að snúa loftnetinu heilan hring, má þannig ákveða
bæði fjarlægð og stefnu þess hlutar, sem miðaður er eða uppgötvaður.
Myndin sýnir slíka hreyfanlega vígstöðva-radarstöð. Maðurinn við hlið
hennar gefur hugmynd um stærðina. Hin mikla yfirbygging með grind-
unum, er loftnetskerfið — og í sjálfum kassanum, sem hægt er að snúa
hringinn í kring, eru hin flóknu sendi- og móttökutæki.
Það má segja, að hægt sé að stjórna bardögum, hvort sem er á sjó eða
í lofti, með slíkum radar-stöðum. Jafnvel er hægt að hafa lítil tæki í flug-
vélum, svo að flugmaðurinn getur, t. d. í þoku, séð allar hindranir á leið
sinni. Með því að koma radar-tækjum fyrir um borð í skipum, mun verða
hægt að koma x veg fyrir árekstra, því að augu radar-tækisins sjá í myrkri,
þoku og rigningu. Það mun þvi geta komið í veg fyrir að skip sigli á ís-
jaka, og í stuttu máli mun radar verða til ómetanlegs gagns. Það má segja,
að þær fjarlægðir, sem radar-stöðvar ná til með geislum sínum, séu ekki
takmarkaðar af neinu öðru en ávala jarðarinnar, svo að með því að koma
þeim fyrir á háum stöðixm, er starfsvæði þeirra mjög stórt.