Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 118
112
Uppfinningar og' framfarir
Hin nýju gerviefni.
Hin nýju gerviefni voru þegar löngu fyrir stríöið komin vel á veg með að
ryðja sér til rúms á heimsmarkaðinum, og það er síður en svo að stríðið
hafi dregið úr þeirri þróun, en aðalástæðan til hinnar sívaxandi notkunar
gerviefnanna er þó hin vel skipulagða samvinna sem á sér stað í verklegum
og vísindalegum tilraunum á sviði efnafræðiiðnaðarins. Eitt hið helzta af
þessum efnum er hið svo kallaða
Gcrviharpiks (Tilbúin trjákvoða).
Þetta efni var uppgötvað árið 1922 og hlaut þá nafnið „Trolit" og
var framleitt sem hráefni í pípum og slöngum. Það dróst þó á langinn
að hráefni þetta yrði notað til framleiðslu nytsamra hluta, en árið 1929
var byrjað að nota það til að skreyta með húsgögn og óx sú notkun brátt
hröðum skrefum. Árið 1933 voru um 70% af öllii húsgagnaskrauti búin
tii úr gerviharpiks, og brátt kom á markaðinn fjölbreytilegt úrval af alls-
konar nytjavarningi úr þessu efni, sem hægt var að hagnýta 1 mismun-
andi hörðu ástandi og margvíslegum litum.
Svipuð er þróun gerviefnisins plexigler, sem framleitt var í fyrsta sinn
árið 1936. Þetta litlausa, gagnsæja og óbrothætta efni er nú orðið jafn
ómissandi í flugvélaiðnaðinum sem í listiðnaði, og fæstum mun koma til
hugar að telja það eftirlíkingu.
Sérstakir eiginleikar þessarra nýju efna hafa oft orðið tii að opna
nýja möguleika til hagnýtingar þeirra, og á hinn bóginn er í sumum
tilfellum farið að nota þau í stað „gömlu“ hráefnanna, einkum málma.
T. d. er farið að búa til úr þeim tannhjól og legur, sem bæði eru slit-
sterkari og næstum því hávaðalaus í gangi. Það er ekki hugsanlegt að
hætt verði að hagnýta þessi efni, jafnvel ekki þó að meir en nóg verði
framleitt af málmum nú að stríðinu loknu, því að sérfræðingar telja að
gæði hinna ýmsu tegunda gerviharpiks megi enn bæta að mun.
Gerviull (Seliull).
Árið 1917 lét þýzka hermálaráðuneytið reisa viðartægjuverksmiðju í
Sydowsaue, og má telja að þá hefjist hin ævintýralega þróun sellullar-
framleiðslunnar, sem farið hefur sívaxandi síðasta mannsaldurinn. Áður
hafði þó verið unnið að framleiðslu gervisilkis, nánar til tekið síðan 1884.
Framleiðsluaðferðir sellullar og gervisilkis eru í rauninni ekki mjög frá-
brugðnar, þvi að hráefnið sem unnið er úr er í báðum tilfellum cellúlósa
(tréni), sem búa má til margvíslegar upplausnir af, meðal annars viskósu
svokallaða. Þegar búin hefur verið til ákveöin upplausn, er henni sprautað
gegnum síu með mjög þröngum götum og látin storkna í þar til hæfðri
efnablöndu og verður hún þar að fínum þráðum. Þræðirnir eru svo
annað hvort spunnir í langa „silki“þræði, oft fleiri hundruð metra langa,