Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 119
Uppfinningar og framfarir
m
eða þeim er gefið útlit eða eiginleikar er mest minna á ull eða bómull,
með því að ákveðnar efnablöndur verka á þræðina. Þræðirnir eru því næst
klipptir niður í álíka langa hluta og ullarhár, og er þá nefnt gerviull.
1921 var nýtt framfaraspor stigið í framleiðslu gerviullar, þegar efnið
„Vistra“ kom fram, og var það lengi vel eina gerviullin sem nokkra veru-
lega þýðingu hafði. Gerviull var fyrst og fremst notuð í kvenfatnað, en
1937 tókst að framleiða gerviull, sem var svo slitsterk að hægt var að nota
hana í karlmannaföt. Nú sem stendur (1946) munu gerviullarverksmiðj-
urnar geta framleitt að minnsta kosti 200 mismunandi tegundir af gervi-
ull. Gerviullar- og gervisilkiframleiðsla sú, sem hér hefur verið minnst á,
er byggð á tréhráefnum, beyki- og grenitrjám fyrst og fremst, en kart-
öflugras og sef er einnig notað. Nokkuð er einnig gert að því að fram-
leiöa gerviull úr eggjahvítuefni mjólkurinnar (kasein), sérstaklega þegar
nota á gerviullina i teppi ýmiskonar. Hin þekkta ítalska gerviull, „lanital“,
er búin til úr mjólkureggjahvítu.
Hin allra síðustu árin eru menn teknir upp á að framleiða gervisilki
úr þekktum efnasamböndum, kolum og kalki. En þar sem gervisilki það,
sem þannig er búið til, þolir ekki hita yfir 80° C., er notkun þess tak-
mörkuð. Aftur eru silkiþræðir þessir hentugir til margra annarra hluta,
t. d. í fiskinet, snæri, reipi o. þ. h. Á þeim vinna ekki eða mjög lítið sýrur
eða basar sem og mörg önnur efnasambönd, og þeir endast jafn vel,
hvort sem þeir eru þurrkaðir eða blautir. Þræðir af þessum uppruna eru
notaðir í hina nú brátt alkunnu „Nylon“ silkisokka. Þessir sokkar eru
sterkari og á margan hátt hentugri en vanalegir sokkar.
Buna.
Þetta gerviefni er þýzkt gervigúmmí, og reynsla seinustu ára hefur
sýnt að notagildi þess er mikið. Það er framleitt úr kolum og kalki og er
meðhöndlað á svipaðan hátt og vanalegt kautsjúk. Framleiðslan á „buna“
byrjaði fyrir heimsstyrjöldina, jókst mikið meðan á stríðinu stóð, en
hætti svo að mestu að styrjöldinni lokinni. Tilraunum með efnið var þó
haldið áfram á rannsóknastofum í Þýzkalandi og gáfu þær góða raun.
Einn af liðunum i annarri fjögra ára áætlun Þýzkalands var því líka
stórframleiðsla á „buna“. Þetta gerviefni var fyrst og fremst notað f
bílaframleiðslunni, og oft reyndist slitþol þess stærra en vanalegs kautsjuks.
En brátt ruddi notkun þessa efnis sér til rúms á öðrum sviðum, t. d. komu
fyrstu uppskurðarhanzkarnir úr „buna“ á markaðinn 1937. Það kom einnig
í ljós fyrir striðið, að margir kusu heldur þetta gervigúmmí en vanalegt
gúmmí, enda þótt það væri vanalega dýrara, því það hefur til að bera
marga kosti fram yfir vanalegt gúmmí, t. d. þolir það mun betur áhrif olíu
o. fl. Enn mætti týna til mörg gerviefni, sem seinustu árin hafa náð mikilli
útbreiðslu, t. d. gervibenzín, litarefni margskonar, áburðarefni o. s. frv.
8