Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 120
LISTASTEFNUR OG LIST
1. Impressionismi.
OrðiS ismi er notað í
ensku (ism) til að tákna
stjórnmálalega, . trúar-
eða listastefnu með á-
kveðna stefnuskrá (pró-
gram), t. d. sósíalismi.
A Norðurlöndum hefur
það oft á síðari árum
verið notað sem sam-
eiginleg táknun yfir ný-
tízku stíltegundir mál-
ara- og myndhöggvara-
listarinnar, en nöfn
þeirra enda oft á isma.
í eldri list þekkjast þó
ismar, en þeir eru þá
einnig samheiti ákveð-
inna stefna í heimspeki
og bókmenntum. Al-
mennt er orðið ideal-
ismi notað, þó er það
ekki svo mikið notað til
að tákna ákveðna lista-
stefnu eins og til að
gefa i skyn, að umrætt
málverk sé gert eftir
fyrirfram ákveðnum
fegurðarreglum. —
Klassikismi er ákveðn-
ara hugtak. Með hon-
um er táknuð list sú,
sem sækir fyrirmyndir
sinar í gamla gríska og
rómverska list, eða sem
að minnsta kosti ein-
kennist af værum, kyrr-
um samræmdum línum.
Klassikisma er yfirleitt
að finna, þótt það sé
ekki ávallt áberandi, í
evrópiskri listaþróun. Á
timabilinu ca. 1770—
1830 bar þó einkum
mikið á eftirlíkingu
grísk-rómverskrar listar
(Thorvaldsen), og þetta
tímabil hefur því verið
nefnt ný-klassikismi.
Annað mjög umgrips-
mikið hugtak er natúr-
alisminn, og táknar
hann þá list, sem krefst
nákvæmrar eftirlikingar
náttúrunnar án tillits
til þess, hvað er fallegt
og hvað ekki. „Natúral-
isminn“ er einnig not-
aður yfir það tímabil
listsögunnar, þegar
hann átti sér flesta á-
hangendur. En annars
má segja, að natúral-
istiskra áhrifa gæti alls-
staðar. I realismanum
(raunsæisstefnunni) er
hið ófágra með vilja
dregið fram, og er hann
því andstæða ídealism-
ans.
í nýtízku list hafa
risið upp fjölmargir
ismar, sem flestir eru
þó aðeins notaðir um
málara- og mvndhöggv-
aralist. Margir þeirra
hafa sérstaka fræðilega
skýringu, en í rauninni
eru takmörkin hvergi
nærri glögg. Þar eð
hver ismi svarar oft að-
eins til tilraunar til að
leysa eitt ákveðið list-
rænt vandamál, þá er
oft í nýtísku list sam-
einaðir fleiri ismar.
Einnig má segja að ism-
arnir hafi verið til áð-
ur en nöfnin voru fund-
in á þá, þar eð þau
vandamál, sem um ræð-
ir, höfðu ávallt vakið
áhuga listamannanna
áður og orðið til þess,
að unnið var að þeim
á listrænan hátt. Það
sérkennilega við isma
nútímans er, að þeir
hafa hver um sig tak-
2. Neo-Impressionismi.