Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 129
Byggingarlist
123
Rómversk byggingarlist er í
heild sjálfstæður og mikils verður
stíll, þótt hin einstöku frumatriði
séu sótt annað. Þannig er það með
súluskipunina (frá Grikklandi) og
hvelfingarnar (frá austurlöndum).
I rómverskri byggingarlist fengu
hvolfþakið, hvelfingin og boginn
sitt sígilda form, sem byggingar-
list síðari tíma styðst við. Stór-
kostlegar byggingarframkvæmdir
bera merki stílsins: hallir, bað-
stofnanir, vatnsleiðslur, leikhús,
sigurbogar, borgarhlið o. s. frv.
Rómanskur stíll var áður á ó-
Ijósan hátt kallaður „hringboga-
stíir. Orðið á að tákna, að stíllinn
sé afsprengi hins gamla rómverska
stíls, sem orðið hafi fyrir aust-
rænum áhrifum. Hinn eiginlegi
rómanski stíll á sitt blómaskeið á
11.—13. öld, en eftir þann tima
leysti gotneski stíllinn hann af
hólmi. Það verður fyrr í Frakk-
landi en t. d. í Þýzkalandi. Lang-
húsið og miðhúsið eru undirstöðu
formin í kirkjubyggingunum og
þróast í samræmi við helgisiðina
(grafhvelfing, turn o. fl.). Slétt
loft var upphaflega algengast, síð-
ar komu hvelfingar, í Frakklandi
einkum tunnuhvolf, i Þýzkalandí
krosshvolf. Stíllinn einkennist af
ljósri rúmfræði, einfaldleika í
byggingarlagi og skrauti.
Gotneskur stíll hefur þróast
lengi í Frakklandi, áður en hann
á 12. öld tók að breiðast út um
landið og alla Evrópu. A 16. öld
var stíllinn yfirleitt leystur af
hólmi af endurfæðingarstefnunni
(renaissance). Þó blómstraði hann
upp á ný á 19. öld (ný-gotnesk-
an). Stíllinn var áður kallaður
„oddbogastíll", vegna þess að odd-
Eystri helmingur af rómonskri Kirkju
jiverskurdur af gofneskri kirkju