Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 137
Flugf
131
Saga flugsins.
ca. 1500: Leonardo da Vinci (ftali) teiknar uppkast að flugvél með hreyf-
anlegum vængjum.
1679: Frakkinn Besnier reynir að fljúga flugvél, smíðaðri með hreyfan-
legum vængjum.
1783: Heitt loft notað í fyrsta sinni í loftbelg (Montgolfier-bræður), 5. júni.
— Vatnsefni notað í loftbelg í fyrsta sinni (franski eðlisfræðingurinn
Charles), 29. ágúst.
1809: Sir George Cauley (Engl.) lagði fyrstur til að smíða eftir þeim
lögmálum, sem flugvélar nútímans eru gerðar eftir, þar eð hann
stingur upp á að smíða flugvélar með fasta vængi (burðarfleti),
hæðar- og hliðarstýri, ásamt því að nota skrúfu.
1842: Englendingurinn Henson smíðar flugvél eftir lögmáli Cauley og
ætlar að nota gufuvél sem orkugjafa. Hún gat þó aldrei flogið, því
aö gufuvélin var of þung í hlutfalli við hin fáu hestöfl hennar.
1852: Giffard (Frakkl.) flýgur í fyrsta sinni stjórnanlegu loftskipi (smíðað
eftir fyrirsögn hans sjálfs).
1854: Frakkinn Letour stekkur út úr loftbelg með svokallaða stýranlega
fallhlíf.
1874:Belginn de Groff reynir flugvél með hreyfanlegum vængjum.
1883: Gottlieb Daimler (Þýzkal.) smíðar fyrsta benzínhreyfilinn.
1893—96: Otto Lilienthal (Þýzkal.) framkvæmir brautryðjendatilraunir
með svifflugur.
1900: Loftskip Zeppelins greifa fer fyrstu reynsluferð sína, 2. júlí.
1903: Wright-bræður (Bandar.) fljúga í fyrsta sinni í sögunni, 17. des.
1906: J. C. Ellehammer (Danm.) flýgur fyrstur í Evrópu; flugvél og
hreyfill hans eigin teiknun, 12. sept.
— Santos Dumont flýgur í Frakklandi fyrsta flugið, sem flogið er
undir opinberu eftirliti I Evrópu, 13. sept.
1908: Seguin-bræður (Frakkl.) smíða „Gnome“-hreyfilinn, sem á fyrsta
skeiði flugsins eykur hraða þróunarinnar um allan helming.
— Henry Farman (Frakkl.) flýgur í fyrsta sinni hringflug, 1 km. að
lengd, 13. jan. Hann vinnur hin fyrirheitnu verðlaun, 36.000 kr.
— Delagange (Frakkl.l flvynr fyrsta farþegaflugið, þ. 22. marz.
1909: Louis Blériot (Frakkl.) flýgur yfir Ermarsund.
1910: Alfred Nervþ (Danm.) flýgur í fyrsta sinni yfir Kaupmanna-
höfn, 3. júní.
— Robert Svendsen (Danm.) flýgur yfir Eyrarsund, 17. júní.
1918: Danska flugfélagið stofnað. Það er elzta flugfélag í Evrópu.
1919: Read (Bandar.) flýgur yfir Norður-Atlantshaf (Nýfundnaland-Azor-
eyjar—Lissabon), 16.—31. maí.
— Alcock og Brown (Engl.) fljúga frá Nýfundnalandi og beint til
frlands, 14.—15. júní.