Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 144
UNRRA
Nafnið UNRRA er myndað. af upphafsstöfum orðanna United Nations
Relief and Rehabilition Administration, þ. e. a. s.: Hjálpar og viðreisnar-
stofnun sameinuðu þjóðanna. Þessi stofnun er stofnsett af sameinuðu
þjóðunum á stríðsárunum í þeim tilgangi að veita stríðshrjáðum þjóðum
skjóta og virka hjálp. UNRRA var stofnsett í nóvembermánuði 1943 af
44 sameinuðum þjóðum, þar á meðal Bandaríkjunum, Stóra-Bretlandi,
Rússlandi og Kína, og samkomulagið var undirritað á ráðstefnu í Was-
hington. Meðlimir UNRRA eru sameinuðu þjóðirnar ásamt hlutlausu
löndunum, sem óskað hafa upptöku, og eru að aflokinni reynslu samþykkt
af löndum, sem eru meðlimir fyrir.
TJNRRA er stjórnað af ráði, sem öll meðlimaríkin eiga fulltrúa í, og
koma skal saman tvisvar á ári til að ákveða stefnu þá, sem stofnunin
á að fylgja. Þann tíma, sem ráðið starfar ekki, fer miðstjórn með málefni
þess, en í henni eiga sæti: Bandaríkin, Stóra-Bretland, Rússland, Kína,
Prakkland og Kanada. Aðalframkvæmdastjóri hefur daglega stjórn á
höndum, og í þessari stöðu situr La Guardia. Meðlimaríkin greiða allt að
1% af ríkistekjum sínum til stjórnar TJNRRA.
Sú hjálp, sem veitt er, er ekki takmörkuð við sameinuðu þjóðirnar
einar, heldur geta fyrrverandi andstæðingar einnig notið góðs af. Þeir
síðarnefndu verða þó að greiða kostnaðinn, en það þurfa hinir aðeins að
gera, þegar sérstakar forsendur liggja til. Þær vörur, sem afhentar eru,
koma að nokkru leyti úr vörubirgðum þeim, sem TJNRRA safnaði á
stríðsárunum, en að öðru leyti eru þær keyptar í löndum, sem séð geta
af vörum til þessa. Afhendingin fer fram á þann hátt, að þau lönd, sem
hjálpar óska, sækja um hana til stjórnar TJNRRA, ög svo fremi sem aðal-
framkvæmdastjórinn, eftir að hafa kynnt sér málin, álítur að beiðnirnar
séu sanngjarnar, mælir TJNRRA með þvi að hinar svokölluðu Combined
Boards í Englandi og Ameríku, að hjálpin sé veitt. Þegar allt kemur til
alls, verða það svo á þennan hátt ríkisstjórnirnar í London og Was-
hington, sem ákveða, hvort afhenda skuli vörurnar og ljá nægilegt skip-
rými til flutninganna.
Sú hjálp, sem veitt hefur verið.
Á meðan stóð á innrásinni í Frakkland, Belgíu, Luxemburg og Holland
hefur UNRRA eftir beiðni og í náinni samvinnu við æðstu herstjórn
sameinuðu þjóðanna unnið mikið mannúðarverk fyrir íbúa þessara landa.
Eftir uppgjöf Þjóðverja sótti hollenzka ríkisstjórnin ennfremur um aðstoð
til viðbjargar hinu hörmulega matvælaástandi, sem ríkjandi hafði verið
síðasta tíma hernámsins í nokkrum héruðum landsins. UNRRA hefur
og hjálpað fyrrnefndum löndum við skráningu fólks, sem flúið hefur frá
heimilum sínum, verið flutt nauðungarflutningi, eða hefur af frjálsum
vilja verið í Þýzkalandi.
UNRRA hefur látið íbúum Grikklands í té mjög umfangsmikla hjálp,