Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Qupperneq 145
UNRRA
139
og þegar í fetarúar 1945 hafði landinu verið tryggður aðflutningur 326.000
tonna af matvælum, sem gríska rikisstjórnin skyldi skipta milli íbúa
iandsis, annað hvort við mjög lágu verði eða ókeypis.
Tékkóslóvakíu hefur einnig verið veitt veruleg hjálp, og sama er að segja
um Noreg, en norska London-stjórnin hafði þegar fyrir stríðslok gert
ráðstafanir til þessa.
í hinum fjarlægu austurlöndum bíða mikil verkefni, og einungis í Kína
er búizt við að vanti hjálp, sem nema muni 2,6 milljörðum dollara.
UNRRA væntir þó að geta ráðið fram úr erfiðleikunum i Kina fyrir ca.
600 milljónir dollara.
Sem takmark hafði verið sett, að hjálpin yrði svo mikil, að íbúar í
þeim hlutum Vestur-Evrópu, sem leystir höfðu verið undan hernámi
Þjóðverja, fengju 2000 hitaeiningar daglega, og þessu marki var náð þegar
vorið 1945, samtímis og íbúar annarra hluta gátu ekki reiknað með
meiru en 500 hitaeiningum á dag. Það hafði verið reiknað með því, að
hægt yrði fljótlega að koma ástandinu í Evrópu í fastar skorður, og álitið
var, að til þess myndi þurfa 2 milljónir tonna af matvælum og 900.000
tonn af kolum. Það reyndist samt sem áður erfitt að útvega flutningatæki
til þessara umfangsmiklu flutninga og þar við bættust samgönguerfiðleik-
arnir á meginlandinu. Til að koma samgöngumálum Vestur-Evrópu í
sæmilegt horf, varð að flytja þangað 1000 eimreiðir, 10.000 járnbraut-
arvagna og yfir 10.000 flutningabifreiðar.
Viðreisn landbúnaðarins.
Til að stuðla að því, að hjálpin verði sem fyrst óþörf, hefur verið lögð
áherzla á að auka framleiðslu Evrópu á landbúnaðarvörum. Af út-
reikningum, sem gerðir hafa verið, hefur komið í Ijós, að útvega verður
1 milljón tonna af útsæði að meðtöldum kartöflum og grænmetisfræi,
ennfremur mikið magn af áburðarefnum og einnig kynbótadýr til að reisa
við húsdýrastofninn. Það hefur einnig, með tilliti til þessa verkefnis, verið
tekið til að kenna flóttamönnum þessi störf til að gera þá hæfa til
vinnu í þágu landbúnaöarins.
Fólksflutningar.
Eitt af aðalverkefnum UNRRA verður heimflutningur hinna fjölmörgu
flóttamanna og fólks, sem á stríðsárunum eða fyrir stríð yfirgaf ættland
sitt. Allt í allt reikna menn með því, að 20 milljónir borgara verði fluttir,
þar af í Þýzkalandi einu 10 milljónir. Það er um að ræða 3 hópa, nefni-
lega 1) ríkisborgara sameinuðu þjóðanna, sem fluttir voru nauðungar-
flutningi eða urðu að flýja heimili sin eða neyddir voru til að leita sér
atvinnu í Þýzkalandi eða í löndum, sem hernumin voru af Þjóðverjum.
2) menn, sem vegna þjóðflokks, trúar eða stjórnmálastarfsemi urðu að
flýja til annarra landa eða annarra staða innan svæða, sem voru óvinveitt
eða hafa verið fluttir nauðungarflutningi í fangabúðir eða þess háttar.
3) óvinveittir menn, sem ruðzt hafa inn á umráðasvæði sameinuðu þjóð-