Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 146
140
UNRKA
anna. Undir þennan flokk falla einnig flóttamenn, sem einkum í lok
stríðsins leituðu skjóls og viðurværis í hernumdum löndum. Allt þetta
fólk verður fyrir milligöngu UNRRA sent heim eftir ósk ríkisstjórna
þeirra landa, sem flóttafólkið dvelst í.
Pyrir forgöngu UNRRA hafa meðlimaríkin i Evrópu gert með sér samn-
ing, þar sem þau skuldbinda sig til að veita fólki því, sem af einhverri
ástæðu hefur flutzt milli landa, sömu umsjá og ríkisborgarar viðkomandi
ríkis hafa kröfu til, og til að aðstoða við heimflutning þessa fólks við
fyrsta tækifæri.
Heilbrigðisþjónusta.
Til þess að vinna gegn hinni miklu hættu, sem er á því, að smitandi
sjúkdómar breiðist út, hefur verið útvegað mikið magn lyfja. Það hefur
verið komið upp lyfjastofni um það bil 60 mismunandi mikilvægra læknis-
lyfja, sem svarar notkun 100.000 manna í einn mánuð, og af þessum
lyfjum geta þær þjóðir, sem um sækja, fengið hjálp. Einnig eru heil-
brigðissveitir UNRRA, með læknum, hjúkrunarkonum o. s. frv., til þjón-
ustu í þeim löndum, þar sem skjótrar hjálpar verður þörf.
f,' .'.VVT' I
I9ZI # CJiK!Íaii8^tc8fejaute
íicmi»ufiitabrcinsmi oj litmi
£auQ«ota 34 Í300 Ittuliiauík
Á þessu ári er liðinn aldarfjórðungur síðan Efnalaug Reykjavíkur
tók til starfa. Áður hafði lítið sem ekki verið unnið að kemiskri
fatahreinsun og litun hér á landi og var því all algengt að fatnaður
væri sendur til útlanda, aðallega Danmerkur, til þeirra hluta. Slíkt
var að sjálfsögðu ekki aðgengilegt fyrir allan almenning, og var því
full þörf á að slíkt fyrirtæki væri stofnsett hér á landi, sem og fljótt
kom í ljós, þar sem fyrirtækið hlaut strax miklar vinsældir.
Að sjálfsögðu hafa orðið miklar framfarir í þessari iðn á síðast-
liðnum aldarfjórðung og hefur Efnalaugin ávallt reynt að fylgjast
með nýjungum, sem fram hafa komið og notfæra sér það bezta til
hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Og nú, innan skamms, fær hún
nýja vélasamstæðu til fatahreinsunar, af allra fullkomnustu gerð.
Annað ekki veigaminna atriði er, að við fyrirtækið vinnur að
mestu þaulæft starfsfólk, þar sem að % hlutar þess hafa starfað við
fyrirtækið hálfan starfsferil þess eða lengur og nokkrir frá byrjun.
Af ofangreindu verður ljóst, að skilyrði fyrir beztu fáanlegu vinnu
eru öll fyrir hendi, enda mun fyrirtækið hér eftir sem hingað til
leggja aðaláherzlu á vandvirkni, ásamt fljótri afgreiðslu, eftir því
sem ástæður frekast leyfa.