Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 148
142
Hvað er penicillín?
sem ekki virtust hafa nein skaðleg
áhrif á bakteríurnar. Þetta verk
þeirra tók langan tíma. Að lokum
tókst þeim að einangra örlítið magn
af gulbrúnu, mjölkynjuðu efni.
Hugsanlegt var, að það væri þetta
efni, sem væri bakteríunum ban-
vænlegt. Plory og aðstoðarmenn
hans ákváðu að reyna efnið á
streptococcus pyogenes, algengri
sárabakteríu. Stórum skammti af
þessum sárabakteríum var sprautað
i fimmtiu mýs. Síðan var músunum
skipt í tvo hópa, 25 í hvorum hóp.
Við annan hópinn átti ekkert að
eiga; í hinar mýsnar var sprautað
penicillíni.
Mýsnar, sem ekkert penicillín
fengu, drápust allar innan 17
klukkustunda. Hinar mýsnar hlupu
til og frá í búrum sínum, alls ó-
vitandi um hina miklu baráttu, sem
átti sér stað í líkömum þeirra Dag-
ar og vikur liðu og aðeins ein músin
drapst. Penicillínið hafði unnið sig-
ur á dauðanum í fyrsta skipti. Eftir
þessa tilraun voru gerðar tilraunir
svo hundruðum skipti, með svip-
uðum árangri.
Að lokum gat Plorey reynt lyfið
á mönnum. Sumarið 1941 valdi
hann sér sjúklinga til að reyna
penicillínið á. Flestir þeirra voru
haldnir sjúkdómum, sem reyndust
ólæknandi með öðrum lyfjum.
Við gætum hér haldið áfram að
skýra frá því starfi, sem unnið
var til þess að bjarga mannslífum.
Við gætum skýrt frá þremur sjúkl-
ingum, sem voru að dauða komnir
af völdum blóðeitrunar, frá hvít-
voðung, sem hafði sár á hryggja-
liðunum, sem breiddust út um all-
an líkamann, frá manni er var
haldinn strepo-miningitis og að-
fram kominn. Þessir sjúklingar og
fjöldi annarra, sem eins og þeir,
voru taldir í dauðanum, voru
sprautaðir hinu gula töfralyfi, upp-
leystu í vatni. Þeir lifa nær allir
enn þann dag í dag.
Frá upphafi var það ljóst, að
penicillín var öflugt vopn i bar-
áttunni gegn sárabakteríunum
(stafylokokkunum), sem koma illu
i sár. Þær réðust á bein manns-
líkamans og gerðu menn að kryppl-
ingum. Þær smugu inn í blóðið og
ollu staphseptisemíu, sem veldur
dauða 9 af hverjum 10, er þann
sjúkdóm fá. Þeir ollu stórum opnum
sárum, sem menn gátu gengið með
árum saman, án þess að það tækist
að lækna þau.
Penicillínið leysti undursamlegt
verk af hendi 1 baráttunni við þessa
sjúkdóma. Það lækkaði ekki sótt-
hitann jafnmikið og sulfalyfin, en
sjúklingunum leið miklu betur. Þeir
fengu aftur matarlyst og náðu bata.
Penicillínið hafði mikla kosti. Það
hafði engin óþægileg áhrif á fólk,
sem ekki hafði getað þolað sulfa-
lyfin. Það hafði engar eiturverk-
anir á frumur likamans, og bakterí-
unum var bersýnilega um megn að
veita því nokkra mótspyrnu.
En mikill galli var á gjöf Njarð-
ar. Það var ótrúlegum erfiðleikum
bundið að framleiða penicillínið.
Sveppurinn skirrðist oft við að gefa
frá sér nokkuð af töfralyfjum og
þegar bezt reyndist, var það að-
eins lítið magn, sem tókst að fram-
leiða. Þegar vei gekk, unnust tvær
penicillíneiningar úr einum rúm-
metra af vökvanum í leirkrukkun-
um. (Penicillín-eining er handa-
hófsmæling á styrkleikanum). í
einstökum erfiðum tilfellum þurfti
i