Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 149
Hvað er penicillín?
143
tvær til þrjár milljónir eininga til
að gera út um líf og dauða sjúkl-
ingsins.
Enn var penicillínið óþekkt utan
rannsóknarstofunnar. Það var öfl-
ugasta vopnið, sem fundizt hafði
í baráttunni við bakteríurnar, en
það mundi aldrei verða tekið tll
notkunar á sjúkrahúsum, ef ekki
tækist að framleiða það í stórum
stíl. Bretar, sem þá voru aðþrengd-
ir á öllum vígstöðvum, voru ekki
megnugir þess að koma slíkri fram-
leiðslu af stað. Florey sneri sér þá
til Bandaríkjanna. Vildu þau veita
aðstoð? Hann lagði tillögu sína fyr-
ir ýmsar æðri læknisfræðilegar
stofnanir í Bandaríkjunum og fyr-
ir bandaríska landbúnaðarráðuneyt-
ið og skýrði hana í stórum drátt-
um. Vildu þeir taka að sér að
leysa vandamálið? Landbúnaðar-
ráðuneytið tók að sér að rannsaka
mikilvæga hlið málsins í rann-
sóknastofu sinni í Peoriu i Illinois.
Vísindamenn reyndu þær aðferðir,
sem gætu fengið sveppinn tii að
gróa örar. Aukaefni, sem fékkst við
framleiðslu á sterkju, hafði þau
áhrif á sveppinn, að hann gaf meira
magn úrgangsefna frá sér. En magn-
ið af penicillíni jókst ekki við það.
Bandaríkjamönnum tók þó 'að auka
framleiðsluna á penieillini marg-
falt fram yfir það, sem Bretum
hafði tekizt, og það varð til þess
að penicillínið varð verzlunarv^ra.
Þrjú stór lyfjaframleiðslufyrirtæki
byrjuðu að rækta sveppinn og fram-
leiða penicillín.
Hið dýrmæta lyf átti að mestu
leyti að nota í þeim tiifellum, þar
sem öll önnur ráð höfðu brugðizt.
Fyrst og fremst átti að nota það
gegn stafylokokkasjúkdómum. Lyfið
hefur nú verið reynt i tvö ár á þessu
sviði. Penicillín hefur læknað tvo
af hverjum þremur sjúklingum, sem
sýktir voru hættulegri blóðeitrun.
Lækning beinbólgu (ostemylites)
með penicillíni gekk ennþá betur.
Áður gat skurðlæknirinn einn átt
við þennan hræðilega sjúkdóm.
Venjulega urðu sjúklingarnir að
vera mánuðum, jafnvel árum sam-
an á sjúkrahúsi. Miklar líkur voru
á því að þeir yrðu krypplingar ævi-
langt, eða þá, að sjúkdómurinn
breiddist út um líkamann og hefði
bráðan bana í för með sér. Nær
allir sjúklingarnir, sem fengu
penicillín, urðu albata á skömmum
tíma. Fáum dögum eftir að lyfinu
hafði verið sprautað inn í líkam-
ann, en það er gert með þriggja
stunda millibili, voru bakteríurnar
fullkomlega lamaðar, og sjúklingn-
um var leyft að fara heim af
sjúkrahúsinu eftir nokkrar vikur. Á
sjúkrahúsi einu í Utah var þrem
hermönnum, sem höfðu stór svöðu-
sár, er ekki greru, gefið penicillín
og sárin greru á nokkrum vikum.
Á öðru sjúkrahúsi var penieillín
gefið þremur lekandasjúklingum,
sem sulfalyfin höfðu ekki læknað.
Aðeins 17 tímum síðar voru sjúkl-
ingarnir læknaðir. Sulfalyfin lækna
80 af hverjum hundrað tilfellum af
lekanda á tveim dögum til tíu vik-
um. Penicillín er hraðvirkara og
virðist auk þess geta ráðið við sjúk-
dóminn i hinum 20 tilfellunum. Ef
frekari rannsóknir gefa sama ár-
angur, munu menn að lokum geta
ráðið við þennan sjúkdóm.
Penicillín er gagnslaust gegn
hjartasjúkdómum, sem stafa frá
bakteríum. Það er einnig gagns-
laust gegn berklaveiki og gigt, og