Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Qupperneq 150
144
Hvað er penicillín?
næsta ósennilegt þykir að það dugi
gegn vírussjúkdómum, t. d. löm-
unarveiki og gulu.
Það hefur reynst vel í einstökum
lungnabólgutilfellum, þar sem sulfa-
lyfin höfðu reynzt gagnslaus. Það
er öflugt vopn gegn allskonar kaun-
um og sárum, og það hefur reynzt
vel gegn augnabólgu. Það hefur
gefið frábæran árangur í barátt-
unni við smitandi bólgusjúkdóma
og mun sennilega feynast vel gegn
hlustarbólgu, sem óft hefur dauða
í för með sér. Auk þess hefur það
gefið góðan árangur, þegar það
hefur verið notað við bólgu þeirri,
er brunasár leiða af sér.
Síðastliðið ár hafa herir banda-
manna haft einkarétt á notkun
penieillínsins, en nú er það íram-
leitt í svo ríkum mæli, að það geti
fullnægt þörfum almennings, bæði
í Bandaríkjunum og utan þeirra.
í maímánuði 1944 framleiddu peni-
cillínverksmiðjurnar í Bandaríkjun-
um 100 milljarða penicillíneininga,
þriðjungi meira en í apríl sama ár,
og 250 sitlnum meira en árið áður.
í júní var gengið frá samningum
um útflutning á einni milljón Ox-
ford-eininga til Suður-Ameriku.
Samin hefur verið áætlun um send-
ingu þess til Evrópu.
Bandaríkja-tímaritið „Science"
birti fyrir nokkru grein, sem fjall-
aði um tilraunir, er gerðar höfðu
verið til að ganga úr skugga um
áhrif penicillínsins í baráttunni við
krabbameinið. Tilraunirnar voru
gerðar í rannsóknastofum í Phiia-
delphiu í Bandaríkjunum. Krabba-
meinsvefur úr mús eða rottu var
settur í glas ásamt heilbrigðum
selluvef úr sömu dýrum, og það
kom í ljós, að penicillínið eyðilagði
krabbameinsvefinn, en skaðaði heil-
brigða selluvefinn á hinn bóginn
ekki neitt.
En það er hins vegar ekki víst,
að penicillínið hafi sömu áhrif á
krabbameinsskemmd í sjálfu dýrinu
og á krabbavefinn í glasinu. Það,
sem læknar eina tegund krabba-
meins, þarf ekki að lækna aðra. En
tilraunirnar lofa góðu um fram-
tíðina.
Framleiðsla penicillíns.
í janúar 1945 var framleiðsla
penicíllíns komin upp í 330 milljarði
eininga móts við 278 milljarði ein-
inga í desember 1944 og 12 milljarði
í janúar 1944.
í mai 1944 tilkynnti Bandaríkja-
stjórn, sem hefur yfirumsjón með
penicillínframleiðslunni í Banda-
ríkjunum, að takmörkuðum birgð-
um penicillíns myndi verða komið
fyrir í meira en 1000 sjúkrahúsum
til notkunar fyrir almenning.
Tilraunir með hrápenicillín og
hreinsað penicillín eru stöðugt
gerðar, auk þess eru notaðar ýmsar
blöndur penicillíns og sulfalyfja. Ei
fyrir alllöngu byrjuðu herlæknar að
nota penicillín við ræktun nýrrar
húðar á menn, er fengið höfðu
brunasár. Áður voru 25% af húð-
pjötlunni, sem grædd var á bruna-
staðinn, ómóttækileg. Penicillín
minnkaði þessa hlutfallstölu með því
að koma í veg fyrir bólgu, og nú
heppnast húðræktunin fullkomlega
í nær öllum tilfellum.
í júlí 1944 voru gerðar ýmsar
ráðstafanir til að tryggja dreifingu
penicillínsins, sem framleitt er í
Bandaríkjunum, til annarra landa
á austari jarðarhelmningnum.