Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 156
FYRSTA HJÁLPIN
þegar slys ber að höndum.
Hvað er hægt að gera, áður en næst í lækni.
Meðferð sára.
A undan aðgerð:
Þvoið hendur og neglur í volgu vatni með sápu og handbursta.
Pitu og olíu á höndunum er náð af með benzíni. Skolið hendurnar
vel á eftir (helzt í heitu vatni) og nuddið þær síðan í spiritus eða
brennivini.
Við hverskonar aðgerð:
Snertið aldrei sárið með fingrunum né heldur þá hlið á sjúkra-
bindinu, vatti eða öðrum umbúðum, er snýr að sárinu.
Skeinur og fleiður.
Sárið er penslað með dálitlu af
joðspritti og er síðan vafið um
tveim vafningum af sótthreinsuðu
sáralérefti eða látinn yfir hefti-
plástur.
Stærri sár.
Sé um hreint sár að ræða, á að
binda um það strax með sótt-
hreinsuðum umbúðum.
Ef sárið er óhreint, verður að
reyna að hreinsa það. En varist
að snerta það. Hreinsunin er fólgin
í því, að sárið er skolað með soðnu
kældu vatni og sé það gert sem
rækilegast. Utanað komandi hlut-
um, er kunna að sitja fastir í því
(flísar og þessháttar) verður að ná
burtu með sáratöng, sem er sótt-
hreinsuð með því að bregða henni
3—4 sinnum yfir loga eða eld. Séu
stærri hlutir fastir í sárinu (t. d.
stórar flísar), ætti ekki að reyna
að taka þá í burtu, heldur láta þá
vera þar til næst í lækni. Það gæti
valdið mjög alvarlegum blóðmissi.
Þegar hreinsunin er afstaðin, er
búið um sárið með sótthreinsuðum
umbúðum.
Látið aidrei joð í stór sár, og
gerið enga tilraun til að sótthreinsa
þau á annan hátt.
Blæðingar.
Blæðingar verður að stöðva undir
eins. Greint er á milli tveggja teg-
unda, þ. e. a. s. blæðinga úr blóð-
æðum og blæðinga úr slagæðum.
Blóðæðablæðingar.
Blóð úr blóðæðum er dökkt og
rennur með jöfnum straumi úr sár-
inu. Lyftið hinum særða líkams-
hluta upp og haldið honum hátt
á lofti. Takið burt allt sem þrengir
að (svo sem sokkaband, mittisól
og annað) fyrir ofan sárið, þ. e. a. s.
nær hjartanu.
Búið um sárið með sótthreins-
uðum umbúðum.
Slagæðablæðingar.
Blóð úr slagæðum er ljósrautt að
lit og spýtist úr sárinu við slögin.
1. Haldið hinum særða líkams-
hluta á lofti.