Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 160
154
Hjálp í viölögum
mjaðmagrind eru mjög hættuleg.
Ef grunur er á að um slík brot sé
að ræða, verður að viðhafa hina
mestu gætni, hreyfa sjúklinginn
sem minnst, láta hann liggja á bak-
inu og hagræða honum með púðum
o. þ. h.
Brot á höfuðskel eru alltaf hættu-
leg. Valda slík brot oft sömu ein-
kennum og þegar um heilahristing
er að ræða, þ. e. uppköstum, með-
vitundarleysi hrotukenndum andar-
drætti og stundum sjást blæðingar
úr eyrum og nefi. Sjúklingnum er
hagrætt eftir þvi sem kostur er á
og að öðru leyti reynt að ná í lækn-
ir eins fljótt og auðið er, áður en
nokkuð frekar er aðhafst.
Liðhlaup og liðsnúningur.
Sagt er að liður „hlaupi úr lið“
eða „fari úr lið“, þegar liðfletirnir
Bruni
Bruni.
Vanalega er brunaáverkum skipt
í þrjú stig.
1. stig: Húðin bólgnar og er rauð-
leit. Slíkur bruni þarf ekki ann-
arra aðgerða við en að bera á
vaselín, matarolíu, perubalsam eða
þ. h. á áverkann. Því næst er bundið
um með bómull og sárabindi.
2. stig: Auk roðans og bólgunnar
koma hér einnig blöðrur. Nota má
sömu aðgerðir og við bruna af 1.
stigi. Einnig má strá natróndufti
á áverkann og binda svo um eins
og áður er sagt.
3. stig: Hér er bruninn svo sterk-
ur, að húðin og holdið verður að
sviðinni skorpu, mismunandi þykkri.
Læknishjálp er hér áriðandi.
hrökkva úr eðlilegri stöðu og sam-
hengi hvor til annars. Veldur það
vanalega áköfum sársauka, lögun
liðarins hefur breytzt og vanalega er
liðurinn óhreyfanlegur. Sé um fót
eða handlegg að ræða, er sá, sem
er „úr liði“, vanalega styttri eða
lengri en hinn sem heilbrigður er.
Kaldir bakstrar eru vanalega not-
aðir fyrst í stað og þess annars
gætt, að liðurinn hafi sem mesta
ró og hvíld. Um fram allt má ekki
reyna að kippa í lið aftur, en leita
læknis i skyndi.
Sagt er að „liður snúist" ef staða
liðflatanna hvor til annars hefur
raskast augnablik, en svo allt
hrokkið í rétt horf aftur. Vanalega
fylgja því ákafir verkir og liðurinn
bólgnar.
Kaldir bakstrar og hvíld.
og kal.
Kal.
Vanalega kelur lítinn hluta lík-
amans (eyru, nef, tær), en ef lík-
amshitinn fellur að mun niður fyr-
ir 37° vegna kulda, þverra kraftar
líkamans fljótt og líkaminn þolir
það ekki til lengdar og deyr..
a) Húðin er hvít eða bláleit, til-
finningarlítil eða tilfinningarlaus.
Bezt er að nudda húðina inn með
olíu eða vaselini, þar til hún hefur
fengið eðlilegan lit.
b) Húðin er blá, bólgin, með
dökkleitum smáblöðrum. Perubal-
sam og sáraumbúðir.
c) Húðin er hvít, stíf, með brún-
um skorpum. Leitið læknis!
Ef líkamshitinn fellur . að mun
vegna kulda, kemur fyrst þreyta,