Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 161
Hjálp í viðlögum
155
svefnleysi og loks meðvitundarleysi.
Andardráttur og æðaslög verða veik-
ari og veikari. Blár, dökkbíár litur
færist um allt hörundið og limirnir
verða kaldir. Þegar svo er komið, er
alvara á ferðum.
Látið sjúklinginn aldrei inn í heitt
herbergi eða volgt rúm. Látið hann
í kalt herbergi, og bezt er að gæta
allrar varkárni, því að oft eru limir
og fingur stökkir.
Sjúklingurinn er síðan færður úr
fötunum. Þeir staðir, sem kalnir
eru, eru nuddaðir varlega með oliu,
vaselini eða með köldum bökstrum.
Samtímis eru gerðar lífgunartil-
raunir, fyrst tungutog (sjá síðar)
og síðan, er líkamshitinn eykst,
vanalegar lífgunartilraunir (Holger
Nielsens aðferð).
Þegar sjúklingurinn fær aftur
meðvitund og fer að geta hreyft
hendur og fætur, má flytja hann
inn í herbergi sem er nokkru heit-
ara. Haldið er áfram nuddinu, en
nú eigi lengur með köldum bökstr-
um, heldur með þurrum ullarklút-
um eða þ. h. Hitann í herberginu
má nú smá hækka og loks er sjúkl-
ingurinn lagður í rúm með hlýjum
sængurfötum.
Slys af völdum rafmagns.
Varúðarreglur.
Reynið aldrei að leggja sjálf raf-
magnsleiðslur, en látið rafvirkja
annast slík störf.
Komið aldrei við bilaðar leiðslur
eða hluti sem ætla má að í sé raf-
magnsstraumur.
Lífshætta liggur við ef snert er
samtímis á tveim hlutum sem snerta
rafmagn, t. d. síma og straumrofa,
síma og útvarpstæki, útvarpstæki
og straumrofa, ryksugu og síma o.
s. frv. Ef maður er blautur, er
hættulegt að snerta rafmagnstæki
allskonar. Því skal stranglega forð-
ast að snerta síma, slökkva ljós,
stilla útvarpstæki, skrúfa rafmagns-
perur o. þ. h. meðan verið er í
baði, eða áður en búið er að þurrka
sér eftir bað. Venjulegur straumur
er banvænn undir slíkum kringum-
stæðum.
Ef slys kemur fyrir, þá hafið ætíð
hugfast allar hjálparaðgerðir, að
snerta aldrei neinn hlut sem er
hlaðinn rafmagni og hefur valdið
slysum.
Háspenna:
Hringið tafarlaust á rafmagns-
stöðina og látið rjúfa strauminn.
Snertið ekki leiðslurnar eða þann
sem fyrir slysinu hefur orðið, nema
full vissa sé fengin fyrir því að
straumurinn hafi verið rofinn. Þeg-
ar búið er að rjúfa strauminn, er
sá, sem fyrir slysinu hefur orðið,
fluttur frá leiðslunum og þegar
hafnar lífgunartilraunir, enda þótt
sjúklingurinn virðist andaður. Lífg-
unartilraununum verður að halda
áfram tímum saman.
Lágspenna. (Venjuleg ljósaleiðsla
o. þ. h.).
Ef slysið kemur fyrir í húsi, skal
straumurinn rofinn sem fyrst.
Straumrofinn fyrir húsið er vana-
lega hjá rafmagnsmælinum.
Ef slysið kemur fyrir annars-