Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 164
158
Hjálp í viðlögum
Lífgunartilraunir.
(Aðferð Holger Nielsen).
Lífgunartilraunir þær, sem hér
verður lýst, skal nota og hefja þegar
í stað þegar maður liggur meðvit-
undarlaust eða í dái, svo framar-
lega sem ástæðan eigi er bílslys,
hrap eða önnur slík slys, sem kunna
að hafa skaðað innri líffæri. í öll-
um öðrum tilfellum, t. d. við reyk
og gaseitrun, drukknun, þegar mað-
ur hefur orðið fyrir rafmagnsstraum,
við endurlífgun á mönnum sem hafa
hengt sig, við meðvitundarleysi
vegna kulda og yfirleitt þar sem
kæfing hefur haft meðvitundar-
leysi í för með sér, gera lífgunar-
tilraunir ekki skaða ef þær eru
framkvæmdar á réttan hátt, en
geta hinsvegar í fjölmörgum til-
fellum — vegna hinna afltæku
áhrifa á hjarta og lungu — orðið
til þess að hrífa marga úr greip-
um dauðans, enda þótt þeir séu
oft mjög langt leiddir.
Ef maður er einn síns liðs, er
mikið undir því komið að hefja
lifgunartilraunirnar strax og eyða
ekki óþarfa tíma í að ná í læknir
eða aðra hjálp, mínúturnar sem í
það fara geta oft ráðið úrslitum um
líf sjúklingsins. En sé maður ekki
einn til hjálpar, er slysið vill til,
er auðvitað sjálfsagt að senda mann
í skyndi eftir lækni, sjúkrabifreið
eða annarri hjálp. Sjúklingurinn er
lagður á sléttan stað; allt sem
herða kann að hálsi, brjósti, kvið
o. s. frv. er losað.
Sé um drukknun að ræða, er
fyrst aðgætt, hvort ekki sé þang,
slý o. s. frv. í munni sjúklingsins
og það þá hreinsað burt.
Sjúklingurinn er því næst iagður
á brjóstið, handleggirnir beygðir
þannig, að hendurnar hggi hvor
ofan á annarri undir enninu. And-
litinu er svo snúið svolítið til hlið-
ar, þannig að ekkert geti hindrað
öndun í gegnum munn eða nef.
Vasaklútur eða þ. u. 1. er breitt
út undir höfuð sjúklingsins til þess
að ekki komi ryk inn í öndunar-
færin.
Sjúklingurinn er nú sleginn með
flötum lófa 2—4 sinnum á milli
herðablaðanna; við þetta opnast
munnurinn vanalega, og tungan
fellur fram í munninn. Um þetta
verður maður að fullvissa sig, því
að annars getur svo farið, að loft
komist ekki niður í gegnum bark-
ann.
Því næst er reynt að koma öndun-
inni í gang þannig:
Maður krýpur á annað knéð við
höfuð sjúklingsins (hinn fóturinn
nemur við olnboga sjúklingsins).
Leggur lófann, — með dálítið
glenntum fingrum og þannig að
þumalfingurnir snerti hvor annan
— efst á herðablöðin á sjúklingn-
um. Síðan beygir maður sig áfram
þar til handleggirnir standa lóð-
réttir og líkamsþunginn hvílir á
handleggjunum, — en án þess að
beita kröftum — þrýstir maður ofan
á brjóstkassa sjúklingsins. Telur svo
1, 2, 3, 4. (2% sekúndu) (útöndun)
réttir sig upp aftur, flytur hend-
urnar niður á handleggi sjúklings-
ins, mitt á milli armkrika og oln-
boga. Lyftir svo handleggjunum
lítið eitt, hægt og rólega, meðan
maður heldur áfram að telja 5, 6, 7,
8. (Innöndun), og leggur aftur