Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 169
ATOMSPRENGJAN
Sá atburður, er vakti mesta at-
hygli i síðustu heimsstyrjöld, var
tilkynningin um að bandarísk fiug-
vél hefði 6. ágúst 1945 varpað atóm-
spreng ju á japönsku borgina Hiros-
hima. Japanir tilkynntu sjálfir hina
ægilegu eyðileggingu, og síðar kom
i ljós, að borgin, sem fyrir sprengj-
unni hafði orðið, mundi um langan
tíma verða óbyggileg mönnum.
Hvað er atómsprengjan? Enda þótt
mörg atriði varðandi framleiðslu
atómsprengjunnar séu enn óþekkt
og þeim haldið stranglega leyndum,
vita menn, að orsök hinnar ógur-
legu orku, sem í sprengjunni er fal-
in, er fóigin í klofningu atóma (þ.
e. a. s. atómkjarna).
Atómin, — minnstu hlutar frum-
efnanna —, er samsett af rafmögn-
uðum smáögnum, elektrónum og
prótónum, auk órafmagnaðra agna,
hinna svonefndu neutróna. Við
getum hugsað okkur atómið sem
ský elektróna, sem svifur kringum
kjarna — atómkjarnann — en hann
getur svo aftur verið samsettur af
ölliun hinum þrenns konar efnis-
eindum. X þessum kjarna er hin
furðulega mikla orka atómsins
bundin, og það er uppbygging hans
og rafhleðsla, sem eiginleikar frum-
efnisins eru komnir undir.
Það, sem við köllum atómsprengju
eða atómklofningu, fer fram á þann
hátt, að atómkjarninn verður fyrir
„skothríð" annarra efniseinda.
„Skothríðin hefur þau áhrif, að
hluti af kjarnanum sprengist frá
honum og þeytist með feiknar hraða
burtu, jafnframt því sém geysileg
orka leysist úr læðingi. Slíkar atóm-
sprengingar hafa verið framkvæmd-
ar af vísindamönnum hvarvetna 1
hetoinum um langan tíma.
Á árunum eftir 1930 fundu menn
að hagkvæmasta aðferðin til að
kljúfa atómkjarnann, var „að
skjóta" á hann órafmögnuðu neut-
róneindum, sem höfðu lítið orku-
magn, þ. e. lítinn hraða. En með
þessu móti heppnaðist aðeins að
kljúfa lítinn hluta frá atómkjarn-
anum og orkan, sem við það kom
fram, var af skornum skammti.
Nokkrum árum síðar uppgötvuðu
þýzkir vísindamenn, að miklu betri
árangur fékkst með því að nota hið
þunga frumefni úran við „skothríð-
ina“. Nokkrir úrankjarnar voru
klofnir í tvo næstum jafnstóra
kjarna, sem þeyttust hvor frá öðr-
um jafnframt því, sem geysileg orka
kom fram, og menn tóku þá þegar
að velta því fyrir sér, hvort ekkl
myndi unnt að hagnýta þessa orku
í þágu tækninnar. Daninn Niels
Bohr skýrði síðar fyrirbrigðið fræði-
lega og sýndi fram á, að ekki gæti
verið um að ræða, að það væri hið
venjulega úranatóm, sem klofnaði.
Það úran, sem finnst í náttúrunni,
er eins og mörg önnur frumefni,
blanda tveggja frumefna, sem hvort
hefur sína þyngd, en á hinn bóg-
inn sömu efnafræðilega eiginleika,
þ. e. efnin U 238 og U 235. Það
var U 235, léttara efnið, sem „skot-
hríð“ neutróneindanna hafði þessi
áhrif á.
Hvarvetna lögðu menn þessa
spurningu fyrir sig: Er hægt að
hagnýta þennan eiginleika efnisins
U 235, sem leiðir slíka feikilega
orkumyndun af sér, til framleiðslu
nýs sprengiefnis? Frá fræðilegu