Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 170
164
Atómsprengjan
sjónarmiði var svarið jákvætt. Það
var ekki óhugsandi, að sprenging
eins atóms gæti leitt af sér spreng-
ingu annars og þannig mætti fá
fram óslitna keðju sprenginga með
þeirri afleiðingu, að slík óheyrileg
orka leystist úr læðingi, að hún
væri mörg þúsund sinnum meiri en
sú orka, sem fram kemur við
sprengingu venjulegra sprengiefna.
En það kom í ljós, að áður en svo
mætti verða, yrði að sigrast á geysi-
legum örðugleikum.
Pyrsti örðugleikinn byggðist á því,
að úrankjarnann varð að kljúfa með
hægfara neutróneindum. Neutrón-
urnar, sem losnuðu við fyrstu
sprenginguna, voru þess vegna allt
of hraðfara og því ekki hægt að
nota þær við næstu sprengingu. Það
varð því aö finna eitthvert ráð til
að hægja á neutrónunum.
Annar örðugleikinn var fólginn í
því, að því aðeins að hægt væri að
einangra hina léttu úrantegund (U
235) frá U 238, var hægt að fá
fram „sprengingakeðjuna". Þegar
stríðið skall á, voru vísindamenn
yfirleitt á þeirri skoðun, að slíkt
væri ógerlegt, m. a. vegna þess að
aðeins 7 þúsundustu hlutar þess
úrans, sem finnst í náttúrunni, eru
af tegundinni U 235.
Þegar fyrir stríð hafði mönnum
komið til hugar að hægt yrði að
nota þunga vatnsefniskjarna til að
hægja á neutrónunum. Þungt vatns-
efni hefur nefnilega sams konar
atómkjarna og venjulegt vatnsefni,
að öðru leyti en því, að atómkjarni
þunga vatnsefnisins hefur eina
neutrónu að auki. Og þegar fyrir
strið hafði mönnum heppnast að
framleiða þungt vatnsefni.
Hinn örðugleikann, að framleiða
nægilega mikiö magn af U 235,
gátu bandamenn aðeins leyst í
Ameríku. Rannsóknirnar, sem höfðu
til ársins 1943 að mestu leyti farið
fram í Englandi, héldu því áfram
í Bandaríkjunum, sem lögðu fram
allt það, sem þau áttu á sviði tækni
og vísinda, til rannsóknanna.
Árangurinn þekkjum við.
Atómsprengjurnar, sem varpað
var á japönsku borgirnar Hiroshima
og Nagasaki, voru 20000 sinnum
áhrifameiri en öflugasta sprengi-
efni, sem áður var þekkt. Þær tor-
tímdu öllu lífi á 750 ferkílómetra
svæði.
U. N. O.
Sameinuðu þjóðirnar (United
Nation’s Organization — U. N. .O)
er nafn stofnunar þeirrar, sem
bandamenn stofnuðu að afstaðinni
síðustu styrjöld og ætlað er að
halda starfi þjóðabandalagsins
gamla áfram í þágu heimsfriðar-
ins. U. N. O. er byggt á samningi
þeim, er sigurvegararnir gerðu með
sér í San Francisco 25. apríl—26.
júní 1945.
Meðlimir eru fyrst og fremst þær
þjóðir, sem þátt tóku í San Francis-
coráðstefnunni og auk þess Pólland.
Auk þessara meðlima stendur félags-
skapurinn opinn fyrir öllum svo-
nefndum „friðarunnandi þjóðurn",
sem tjá sig fúsar til að taka á sig
skyldur þær, sem samkvæmt lögum
stofnunarinnar álítast nauðsynlegar
og þjóðunum ekki um megn að
gangast uhdir.