Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Qupperneq 171
CNO
165
TJ. N. O. skiptist í þessar deildir:
1) AHsherjarþingið. Það getur tek-
ið til meðferðar öll deilumál er
varða verndun friðarins og önnur
mál, er alþjóðlega þýðingu hafa.
Meðlimir bandalagsins geta sent allt
að 5 fulltrúa og aðstoðarmenn þeirra
á þingið, er hvert ríki ræður aðeins
yfir einu atkvæði. Til ákvörðunar
um „þýðingarmikil málefni" er
ktafist % meiri hluta þeirra, er á
þingi eru. Allsherjarþingið kemur
saman a. m. k. einu sinni á ári.
Tekur ekki fyrir þau mál, er ör-
yggisráðið hefur til meðferðar. 2)
Dómstóll. Fyrirkomulag hans skal
í öllu vera sniðinn eftir alþjóða-
dómstólnum í Haag. 3) Ritaraskrif-
stofa. San Franeiscoráðstefnan
mælti svo fyrir, að allsherjarþingið
skyldi útnefna aðalritara. Staða að-
alritarans er mjög þýðingarmikil. f
stað ráðs þjóðabandalagsins gamla
kemur 4) Öryggisráðið, sem tekur
ýmis málefni stjórnmálalegs eðlis til
meðferðar, og 5) fjármálalegt og
félagslegt ráð. f þvi eru 18 meðlim-
ir, kosnir af allsherjarþinginu til 3
ára. Hlutverk ráðsins er að bæta úr
fjárhagserfiðleikum, athuga heil-
brigðisvandamál, menningarmál o.
fl. Einnig skal það hafa eftirlit með
að „mannréttindin séu í heiðri
höfð“. Ráðið getur lagt tillögur fyrir
allsherjarþingið, sem getur tekið
endanlegar ákvarðanir ef þurfa
þvkir. Loks má nefna sem eina
aðaldeild bandalagsins 6) fjárhags-
ráð. Það svarar til umboðsnefndar
þjóðabandalagsins gamla og hefur
sérstaklega þýðingu í sambandi við
nýlendumál.
Öryggisráðið er tvímælalaust þýð-
ingarmesta stofnunin innan Banda-
lags hinna sameinuðu þjóða. Þvi
er ætlað að vaka yfir heimsfriðin-
um og leysa öll þau vandamál, er
stofna kynnu honum í hættu. í
ráðinu eru 11 meðlimir og þar af
5 fastir: U. S. A„ Kína, Frakkland,
Ráðstjórnarríkin og Stóra-Bretland.
Hinir 6 meðlimirnir eru kosnir til
tveggja ára. Öryggisráðið skal ætíð
vera til taks, og til þess verða öll
þau ríki, sem meðlimir eru, að
hafa fulltrúa á aðsetursstað þess.
Meðlimir sameinuðu þjóðanna
skuldbinda sig til að leysa öll deilu-
mál sín með samningum, sættum
eða dómi. Náist eigi árangur á þann
hátt, getuv ráðið sett fram tillögur
um lausn deilunnar. Það er réttur
ráðsins að rannsaka öll deilumál
alþjóðlegs eðlis. Það getur krafist
af meðlimunum að taka þátt í refsi-
aðgerðum með því að slíta öllu sam-
bandi við þjóð þá, er hótar að
brjóta friðinn, og jafnvel vopnuðum
aðgerðum gegn henni. Öll með-
limaríkin skulu, ef ráðið krefst
þess, leggja til herafla, leyfi til
herflutninga yfir land sitt o. m. fl.
auk þess sem þau eiga ætíð að hafa
herafla til reiðu. Herforingjaráð
hinna 5 stórvelda skulu takast her-
stjórn á hendur ef til kemur.
Miklar deilur urðu á sínum tíma
um tilhögun ráðsins, einkum um
neitunarvaldið á ráðstefnunni í San
Francisco, en loks varð samkomu-
lag um eftirfarandi atriði: a) Til
þess að taka mál á dagskrá þarf 7
atkvæða meiri hluta án tillits til,
hvort það eru atkvæði hinna föstu
fulltrúa eða eigi Eirm meðlimur —
stórveldi t. d. — getur því ekki
hindrað að mál séu rædd í ráðinu
og þar með birt almenningi. b) Aft-
ur á móti þarf, til þess að koma
einhverju í framkvæmd, t. d. refsi-