Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 183
Ríkisstjórn Islands
177
og þingmaður Rvíkur, síðar uppbót-
arþingmaður fyrir Vestmannaeyjar.
Hann hefur ritað mikið, bæði í blöð
og gefið út bæklinga. Kvæntur er
hann (26. maí 1928) Hallfríði Jón-
asdóttur, fæddri 8. okt. 1903.
Emil Jónsson er fæddur 27. októ-
ber 1902 í Hafnarfirði. Foreldrar
hans Jón Jónsson múrari og kona
hans, Sigurborg Sigurðardóttir. Stú-
dent 1919 og cand. polyt áriö 1925
í Kaupmannahöfn. Aðstoöarverk-
fræðingur í Odense 1925—1926, bæj-
arverkfræöingur í Hafnarfirði 1926
—1930, bæjarstjóri þar 1930—1937.
Vitamálastjóri rikisins frá 1937 og
fram til þess er hann varð ráðherra.
Alþingismaður Hafnarfjarðar 1934
—37 og landskjörinn 1937—42 og
þingmaður Hafnfirðinga síðan.
Kvæntur er hann (7. okt. 1925)
Guðfinnu Sigurðardóttur.
Finnur Jónsson er fæddur 28. sept.
1894 að Harðbak á Sléttu. Foreldr-
ar: Jón Friðfinnsson bóndi þar og
kona hans, Þuríóur Sigurðardóttir.
Gagnfræðaprófi lauk hann á Ak-
ureyri 1910 og gerðist póstmaður þar
1910—18, verzlunarmaður 1918—20.
Póstmeistari á ísafirði 1920—32. f
bæjarstjórn ísafjarðar lengst af síð-
an og alþingismaður ísfirðinga síöan
1934. Hefur verið í stjórn Alþýðu-
sambands íslands um mörg ár og
ennfremur í stjórnum verkalýðsfé-
laga, oftast formaður þeirra. í stjórn
Síldarverksmiðja ríkisins síðan 1936.
Form. sjávarútvegsnefndar Neðri
deildar Alþingis síðan 1934. Kvænt-
ur var hann Auði Sigurgeirsdóttur,
en hún andaðist 20. júní 1935.
Óiafur Tryggvason Thorsson Thors
er fæddur 19. janúar 1892 í Borgar-
nesi. Foreldrar: Thor Jensen bóndi
og fyrrv. útgerðarmaöur og kona
hans, Margrét Þorbjörg Kristjáns-
dóttir. Stúd. 1912, cand. phil., Kh.
1913. Las lög í Kh. 1912—14, en
hætti. Framkvstj. í h.f. Kveldúlfur
í Rvík 1914 og síðan. Skipaður í
gengisnefnd 1925, kosinn 1928 í ut-
anríkismálanefnd og sat í henni til
1939. í orðunefnd um hríð. Verið í
bankaráði Landsbankans. Form. í
Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda til
1932. Alþm. Gullbr,- og Kjósars. frá
1925 og síðan. Dómsmálaráðherra
14. 11.—28. 12 1932. Atvinnumála-
ráðherra frá 17. 4. ’39—16. 12 ’42.
Forsætisráðherra frá 16. 5 ’42—16.
12. ’42. í miðstjórn íhaldsfl. frá
stofnun hans 1924. í miðstjórn Sjálf-
stæðisfl. frá stofnun 1928. Form.
þingfl. og miðstjórnar Sjálfstæðisfl.
frá 1934. Kvæntur 3. 12. ’15 Ingi-
björgu Indriðadóttur. F. 21. 8. 1894.
Pétur Magnússon er fæddur 10.
jan. 1888 á Gilsbakka í Hvítársíðu.
Foreldrar: Magnús Andrésson, próf.
þar og alþm. og kona hans, Sigríð-
ur Pétursdóttir Sívertsen. Stúdent
1911, cand. juris. 1915. Starfsmaður
í Landsb. í Rvik 1915—1920. Mála-
flutningsmaður í Rvík 1920—41.
Hrm. 1921. Framkv.stj. Ræktunar-
sjóðs íslands 1924—30. Einn af
bankastjórum Búnaðarb. 1930—37.
Bankastjóri Landsb. í Rvík 3. 11. ’41.
Bæjarfltr. 1922—28. Forseti bæjar-
stjórnar. Landskj. alþm. 1930—33.
Alþm. Rang. 1933—37. Landskj. al-
þm. frá 19. 10. ’42. í milliþ.n. í kjör-
dæmamálinu 1931—32. í miðstjórn
Sjálfstæðisfl. mörg ár. Kvæntur 4.
11. 1916 Þórunni Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, f. 6. 6. 1895.
12