Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 184
KIRKJA ÍSLANDS
í stjórnarskrá fslands segir: „Hin
evangeliska lúterska kirkja skal vera
ÞjóSkirkja á íslandi, og skal ríkis-
valdið að því leyti styðja hana og
vernda" (57. gr.).
Samkvæmt þessu er þjóðkirkja á
Íslandí. Henni er skipt í 285 sóknir,
114 prestaköll, 21 prófastdæmi, tvö
vígslubiskupsdæmi og eitt biskups-
dæmi.
Árið 1931 var stofnað með lögum
„Kirkjuráð“. í því eiga sæti fimm
menn. Tveir þeirra (guðfræðingar)
eru kosnir af prestum Þjóðkirkj-
unnar. Tveir eru kosnir á héraðs-
fundum um allt land. Biskup er
sjálfkjörinn forseti ráðsins. Kosið
er í ráðið fjórða hvert ár. Kirkju-
ráð hefur ráðgefandi atkvæði í
málum kirkjunnar og tillögurétt til
þeirra mála, sem varða starfsemi
löggjafarvaldsins. Kirkjuráð ráð-
stafar fé frá hinu opinbera, sem
lagt er í sjóði til kirkjulegrar starf-
Sigurgeir Sigurðsson biskup. semi. í kirkjuráði eiga nú sæti: Sig-
urgeir Sigurðsson biskup, Asmund-
ur Guðmundsson prófessor, séra Þorsteinn Briem fyrrv. ráðherra, Gísli
Sveinsson sýslumaður, prófessor dr. Matthías Þórðarson fornminjavörður.
Núverandi biskup er dr. Sigurgeir Sigurðsson. Hann er fæddur 3. ágúst
1890 í Túnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson
regluboði og kona hans, Svanhildur Sigurðardóttir. Stúdent varð hann 1913
og kandidat í guðfræði 1917. Vígður aðstoðarprestur til ísafjarðar 7. okt.
1917, en veitt það prestakall 1. júní 1918. Biskup íslands var hann kjörinn
1. jan. 1939.
Með lögum nr. 38 frá 1909 voru stofnuð hin tvö vígslubiskupsdæmi,
annað fyrir hið forna Hólastifti, en hitt fyrir hið forna Skálholtsstifti.
Þeirra starf er fyrst og fremst að vera reiðubúnir til að vígja nýkjörinn
biskup, ef hinn fráfarandi biskup er af einhverjum sökum ekki fær til þess
að vinna það verk. Biskup getur og falið þeim að framkvæma prestsvígslur.
Vígslubiskupar bera gullkross um háls í líkingu við biskupskrossinn.
Vígslubiskup Hólastiftis er prófasturinn á Akureyri, séra Friðrik J. Rafnar.
Vígslubiskup Skálholtsstiftis er dómprófasturinn í Reykjavík, séra Bjarni
Jónsson dr. theol.