Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 188
STÆRSTU OG FRÆGUSTU BÓKMENNTAVERÐLAUN
Femina-Vie Heureuse-verðlaunin.
Prix Pemina-Vie Heureuse, sem
eru að upphæð 5.000 frankar, var
stofnaö til af frönsku tímaritunum
„Femina" og „La Vie Heureuse"
1904, og er þeim úthlutað árlega til
efnilegra franskra ljóða- og sagna-
skálda, sem hvatning til áframhald-
andi bókmenntalegrar starfsemi. I
dómnefndinni sitja kvenrithöfund-
ar. 1919 var stofnað til Prix Femina-
Vie Heureuse Anglais og 1932 til
Prix Femina-Vie Heureuse Ameri-
eain.
Alþjóða Liga-verðlaun rithöfunda.
Þeim er úthlutað mánaðarlega
og eru að upphæð 1000 dollarar í
hvert skipti. Rithöfundar hverrar
þjóðar sem er geta komið til greina.
Úthlutunin fer fram á Savoy hótel-
inu, Nizza, Frakklandi.
Goncourt-verðlaunin.
Goncourt-verðlaunin, sem eru að
upphæð 5000 frankar, eru ein glæsi-
legustu bókmenntaverðlaun í Frakk-
landi. Fyrstu verðlaununum var út-
hlutað 1903 af Goneourt vísindafé-
laginu, sem bræðurnir Edmond og
Jules de Goncourt stofnuðu. Síðan
hefur verðlaununum verið úthlutaö
árlega í desembermánuði, einkum
til skáldsagnarithöfunda, sem eru
nýbyrjaðir á bókmenntaferli sínum.
Harmsworth-verðlaunin.
Árleg verðlaun að upphæð 100
pund, sem irska vísindafélagið út-
hlutar og stofnað var til árið 1933.
Hawthorndon-verðlaunin.
Verðlaun að upphæð 100 sterl-
ingspund auk silfur-minnispenings.
Þessum ensku verðlaunum er út-
hlutað árlega í júnímánuði til
enskra rithöfunda, undir 41 árs
aldri. Þeim var í fyrsta skiþti út-
hlutað 1919.
James Tait Black-verðlaunin.
Verðmætustu bókmenntaverðlaun
Englands, sem úthlutað er á hverju
vori til þess rithöfundar, sem skrifað
hefur beztu skáld- og ævisögu árs-
ins á undan. Verðlaunin eru að upp-
hæð 250 pund og var í fyrsta skipti
úthlutað 1920. Eftirfarandi rithöf-
undar hafa meðal annars hlotið
James Tait Black-verðlaunin: Hugh
Walpole, D. H. Lawrence, Radclyffe
Hall, Francis Brett Young, John
Boynton, Priestley og Robert Graves.
Nobels-verðlaunin.
Sænska vijindafélagið úthlutar
Nobelsverölaununum árlega á af-
mælisdegi stofnandans, Alfred
Bernhard Nobels, þann 10. desem-
ber. Verðlaunin í bókmenntum eru
að upphæð um 47.000 dollarar. í
skipulagsskránni stendur að No-
belsverðlaununum skuli úthlutað til
rithöfundar, sem samið hafi glæsi-
legasta verkið hugsjónalegs eðlis á
bókmenntasviðinu. Síðan stofnað
var til Nobelsverðlaunanna 1901,