Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 191
Próf
185
Helztu próf ýmissra æðri skóla árið 1946.
Háskóli íslands. Guðfræðingar:
Arngrímur Jónsson II. einkunn,
123% stig, Bjartmar Kristjánsson I.
einkunn, 157% stig, Emil Björns-
son I. eink. 152 stig, Jóhann Hlíðar
I. eink. 132 stig. Kristinn Hóseason
II. eink., 71% stig, Sigurður M.
Pétursson I. eink., 126% stig og
Þorsteinn Valdemarsson I. eink.,
155% stig. Lögfræðimrar: Björgvin
Sigurðsson 200% stig, Guðlaugur
Einarsson 199% sl;ig, Hörður Ólafs-
son 202 stig, Jón S. Ólafsson 206
stig, Jónas Rafnar 195 stig, Magnús
Jónsson 222% stig, Sigurður Ás-
kelsson 197% stig, Sigurður _R. Pét-
ursson 232 stig, Snorri Árnason
179% stig og Vilhjálmur Árnason
191 stig. Allir kandídatarnir voru
með I. einkunn. Læknar: Bergþór
Smári og Þórður Möller.
Menntaskólinn í Reykjavík. Ut-
skrifaðir voru að þessu sinni 83
stúdentar, og er það mesti fjöldi,
sem útskrifazt hefur úr skólanum.
Skólinn átti 100 ára afmæli á þessu
ári. Rektor: Pálmi Hannesson.
Menntaskólinn á Akureyri. Þaðan
útskrifuðust að þessu sinni 50 stú-
dentar. Skólameistari: Sigurður
Guðmundsson.
Verzlunarskóli íslands brautskráði
í ár 15 stúdenta úr stúdentadeild
sinni. Annars útskrifuðust úr skól-
anum 50 nemendur og hafði Högni
Böðvarsson hæsta einkunn þeirra. í
skólanum voru alls veturinn 1945—
1946 um 300 nemnedur. Skólastjóri:
Vilhjálmur Þ. Gíslason.
Iðnskólinn í Reykjavík. Þaðan út-
skrifuðust 157 nemendur, en í skól-
anum voru þeir alls 785. Hæstu
einkunnir hlutu þeir Einar Þor-
steinsson skipasmiður og Ástráður
Jónsson rafvirki. Skólastjóri: Helgi
Hermann Eiríksson.
Sjómannaskóiinn. Þaðan útskrif-
aðist 41 nemandi. Af þeim tóku 11
farmannapróf, en 30 fiskimanna-
próf. Skólastjóri: Friörik Ólafsson:
Tónlistarskólinn í Reykjavík.
Nemendur voru þar á annað hundr-
að, en útskrifaðir voru fjórir. Skóla-
stjóri: Páll ísólfsson.
Húsmæðrakennaraskóli Islands.
Þaðan útskrifuðust að þessu sinni
13 húsmæðrakennarar. Skólastjóri:
Helga Sigurðardóttir.
Námsflokkar Reykjavíkur. Þaðan
fengu 215 námsskýrteini fyrir sex
mánaða nám. Forstöðumaður: Ágúst
Sigurðsson.
Menntaskólinn í Reykjavík 100 ára.
Menntaskólinn í Reykjavík átti 100 ára afmæli á þessu ári. Hann var
settur í fyrsta skipti 1. október 1846. Mikil hátíðahöld fóru fram í tilefni
afmælisins. Þann 16. júní voru aðalhátíðahöldin. Fóru mörg hundruð
stúdenta göngu um bæinn og minningarathöfn um afmælið fór fram í
skólanum. í byrjun október voru einnig ýmis hátíðahöld og fóru stúdentar
í blysför til skólans. Hann hefur útskrifað um 2000 stúdenta á þessum 100
starfsárum sfnum.