Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Side 192
186
Tónlistarlífið
Tónlistarlíf ársins.
Tónlistarlífið hefur verið með af-
brigðum fjölskrúðugt á árinu, bæði
í höfuöstaðnum og víðar um landið,
sérstaklega þó á Akureyri. Tónlist-
arskólinn í Reykjavík starfaði með
miklum blóma og tónlistarskóli Ak-
ureyrar var settur á stofn á árinu.
í Reykjavík voru haldnir fjölda
margir hljómleikar og ýmsir kunnir
listamenn á þessu sviði heimsóttu
ísland. Einnig komu hingað og
héldu hér hljómleika margir af okk-
ar kunnustu tónlistarmönnum, sem
höfðu dvalizt erlendis á styrjaldar-
árunum. Pjöldi hljómleika var hald-
inn á vegum Tónlistarfélags Reykja-
víkur, sem hafði umfangsmikla
starfsemi.
Meðal helztu tónlistarmanna, sem
komu hér fram á árinu, skulu þessir
nefndir: Stefano Islandi óperu-
söngvari kom hingað með fyrstu
ferð eftir að friður komst á og
söng hér sumarið 1945. Sumarið
1946 kom hann aftur og þá í fylgd
með honum danska söngkonan Elsa
Brems. Héldu þau hér hljómleika
saman. Hingað komu á vegum Tón-
listarfélagsins þeir fiðlusnillingur-
inn Adolf Busch og danska undra-
barnið, celloleikarinn Erling Blöndal
Bengtson. Adolf Busch hélt nokkra
hljómleika hér í höfuðstaðnum við
ákafa hrifningu áheyrenda og lék
Arni Kristjánsson píanóleikari undir
af mikilli prýði. Erling Blöndal
Bengtson hélt hljómleika hér í bæn-
um og einnig á Akureyri og fsa-
firði, en þaðan er hann ættaður.
Síðla sumars 1946 kom Einar
Kristjánsson óperusöngvari hingað
til bæjarins eftir langa útivist við
.óperur í Þýzkalandi og efndi hér til
margra ágætlega sóttra hljómleika.
Þá hélt Rögnvaldur Sigurjónsson
píanóleikari hljómleika hér, en
hann hafði áður getið sér bezta
orðstý i Bandaríkjunum. Hann fór
og utan með utanfararkór Sam-
bands íslenzkra karlakóra og vakti
hrifningu með einleik sínum á
hljómleikum kórsins á Norðurlönd-
um.
Margir aðrir hljómlistarmenn
komu og fram á árinu. Meðal þeirra
má nefna Guðmund Jónsson söngv-
ara, Guðmundu Elíasdóttur, Guð-
rúnu Á. Símonar og Önnu Þórhalls-
dóttur söngkonur og söngvarana
Þorstein H. Hannesson og Einar
Sturluson.
Margir kórar létu og til sín
heyra á árinu og Samkór Tónlist-
arfélagsins og Hljómsveit Reykja-
víkur fluttu óratóríið Messias undir
stjórn dr. Urbantitsch. Kantötukór
Akureyrar, undir stjórn Björgvins
Guðmundssonar tónskálds, hélt
hljómleika í höfuðstaðnum, einnig
Karlakórinn Fóstbræður og Söngfé-
lagið Harpa. — Kórastarfsemi var
mikil víða um landið, og stofnaði
s'ingmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Sig-
urður Birkis, marga kirkjukóra.
Utanfarir íslenzkra hljómlistar-
manna voru tíðar. Þannig hélt dr.
Páll Isólfsson tónskáld orgeltónleika
i Bretlandi við ágætar undirtektir