Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 195
Leiklist
18»
Leikstarfsemin á árinu.
Mikiö fjör var í leikstarfseminni
á árinu, bæði í Reykjavík, Akur-
eyri, Hafnarfirði og víðar. Leikfélag
Reykjavíkur sýndi fimm leikrit frá
því um haustið og fram á vor og
voru þetta leikrit, sem öðluðust
miklar vinsældir. Leikritin voru
þessi: Gift eða ógift, sýnt 9 sinnum,
Uppstigning, eftir dr. Sigurð Nordal,
sýnt alls 14 sinnum, Skálholt eftir
Guðmund Kamban, sýnt alls 40
sinnum, Vermlendingarnir eftir
Dahlgren, sýnt 20 sinnum og
Tondelayo eftir Leon Gordon, sýnt
fimm sinnum. Sýningar voru alls
88. Þessir höfðu leikstjórn með
höndum: Lárus Pálsson, Haraldur
Björnsson og Indriði Waage.
Aðalhlutverkin voru skipuð sem
hér segir: Uppstigning: Lárus Páls-
son, Anna Guðmundsdóttir, Inga
Þóröardóttir. Skállioit: Regína Þórð-
ardóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen,
Soffía Guðlaugsdóttir. Vermlend-
ingarnir: Haukur Óskarsson, Sigrún
Magnúsdóttir, Þóra Borg Einarsson.
Tondelayo: Indriði Waage, Jón
Aðils, Inga Þórðardóttir. Valur
Gíslason.
Temlarar höfðu leiksýningar á
árinu. Sýndu þeir leikritið Tengda-
mamma, eftir Kristínu Sigfúsdóttur.
Aðalhlutverk léku þau Soffía Guð-
laugsdóttir og Guðjón Einarsson, en
Soffía var leikstjóri.
Félagið Fjalakötturinn sýndi
Mann og konu og ennfremur revy-
una Upplyfting. Aðalhlutverk henn-
ar fóru þeir með Alfred Andrésson,
Haraldur Á. Sigurösson og Jón Aðils.
Leikstjóri var Indriði Waage.
Menntaskólanemendur sýndu
leikinn Enarus Montanus eftir Hol-
berg. Leikstjóri var Lárus Sigur-
björnsson.
Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi
leikritið Tengdapabba eftir Gustav
af Geijerstam. Leikstjórn hafði Jón
Aðils á hendi. Því næst sýndi það
skokzt leikrit, Pósturinn.
Leikfélag Akureyrar fór með leik-
ritið B’-imhljóð eftir Loft Guð-
mundsson og enda fleiri leikrit.
Viða úti um land sýndu leikfélög
og samtök áhugaleikara ýmsa smá-
leiki eða stærri viðfangsefni.
Á næsta ári tekur Þjóðleikhúsið væntanlega til starfa. Verði
það tilbúið þegar HVAR — HVER — HVAÐ kemur út næst,
birtum vér nákvæma lýsingu og myndir af byggingunni.