Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 198
192
U. M. F. I.
starfandi ættjarðarást í brjóstura
íslenzkra unj;menna, en eyða flokka-
hatri og pólitískum flokkadrætti".
í öðru lagi:
1. Að reyna af alefli að vekja löngun
hjá æskulýðnum, á aldrinum 15—
30 ára, til þess að starfa fyrir
sjálfa sig, land sitt og þjóð.
2. Að temja sér að beita starfs-
kröftum sínum í félagi og utan
ff lags.
3. Að reyna af fremsta megni að
styðja, viðhalda og efla allt það
sem er þjóðlegt og rammíslenzkt
og horfir til gagns og sóma fyrir
hina islenzku þjóð. Sérstaklega
skal leggja stund á að fegra og
hreinsa móðurmálið.
Allir félagar skyldu vera bind-
indismenn, og vilja æfa krafta sína,
með lífi og sál, til gagnlegra starfa.
Fyrir hvern æskumann, er sótti um
inntöku í félagiö var lögð svohljóð-
andi skuldbindingaskrá:
„Ég undirritaður lofa því og
legg við drengskap minn, að með-
an ég er í þessu félagi, skal ég
ekki drekka neina áfenga drykki,
né valda því vísvitandi, aö öðrum
séu þeir veittir. Eg skal vinna
með alhug að heill þessa félags,
framförum sjálfs mín, andlega og
líkamlega, og að velferð og sóma
þjóðar minnar í öllu því, sem er
þjóðlegt, gott og gagnlegt. Lögum
og fyrirskipunum vil ég hlýða í
öllu og leggja fram sérplægnis-
laus krafta mína til allra þeirra
starfa, er mér kynnu að verða
falin að inna af hendi fyrir fé-
lagið".
Margir frumherjar ungmennafé-
laganna gerðu heitstrengingar að
fornum sið. Kunnastar urðu heit-
strengingar Jóhannesar Jósepsson-
ar, um að halda uppi heiðri Norð-
lendinga og félags síns á íslands-
glímunni á Þingvöllum 1907 og
fella alla keppinauta sína, og Lár-
usar Rist, um að synda yfir þveran
Eyjafjörð. Hvortt.veggja vakti mikla
athygli og hleypti kappi í þessar
íþróttir.
Á næstu árum breiöist ungmenna-
félagshreyfingin út um flestar
byggðir landsins, sem eldur í sinu.
Þau fylltu opið skarð í sjálfsbjarg-
arviðleitni þjóðar, sem leitaði eftir
fullveldi sínu. Þau voru skóli æsk-
unnar, en fáir æskumenn áttu þá
völ nokkurrar skólagöngu. Þau
efldu allskonar félagsmenningu.
Veittu ungu fólki verkefni við þess
hæfi. Það er hin sígilda þörf ungra
manna og jafnan verið hinn eig-
inlegi aflvaki .ungmennafélaganna.
Takmark þeirra var í upphafi og
er enn að skapa: Heilbrigða og
þroskaða menn.
Þessu takmarki var náð með því
að beita sér fyrir skógrækt, íþrótt-
um, bindindi, alþýðufræðslu, þjóð-
ernisvakningu, sérstökum fána,
heimilisiðnaöi, skóla- og sundlauga-
byggingiun, málfundum og marg-
vísiegri skemmtistarfsemi.
Þarna voru verkefni fyrir hugs-
andi og starfsglaða æskumenn.
Þetta eru verkefni ungmennafélag-
anna enn í dag. Þau eru jafn að-
kallandi nú og fyrir 40 ármn. Til-
gangurinn með þeim er æ hinn
sami. Hann má túlka í hinum
snilldarlegu orðum Ibsens: „Ég vil
vekja þjóðina og fá hana til að
hugsa hátt“. Þetta mættu gjarnan
vera einkunnarorð íslenzku ung-
mennafélaganna.
Eftir rúmt ár, eða 1. ágúst 1907,
er Samband ungmennafélaga ís-