Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Page 199
U. M. F. I.
193
Frá landsmóti U. M. F. í. að Laugum 1946.
lands (U. M. F. I.) stofnað á Þing-
völlum. Mikið vantaði á, að öll fé-
lögin kæmu þá strax, en lengst hafa
verið með í þeim samtökum: Sunn-
lendingar, Kjósaringar, Borgfirð-
ingar, Snæfellingar, Dalamenn,
Vestfirðingar og Eyfirðingar. Á síð-
ustu árum, einkum hin 5 síðustu,
hefur þetta mjög breytzt og er nú
svo komið, að tvær sýslur standa
utan við U. M. F. í. og þó ekki að
öllu leyti. Telur U. M. F. í nú 16
héraðssambönd, sem telja um 180
félög, með um 10000 félagsmenn.
U. M. F. í. hóf útgáfu tímaritsins
Skinfaxi í október 1909. Tilgangur
hans kemur bezt í ljós í upphafs-
orðum fyrsta ritstjóra hans, tlelga
Valtýssonar, þar sem hann segir:
„Skinfaxi heitir hann, og sól og
sumar vill hann breiða yfir land
allt. Bera kveðju milli ungmenna-
félaga. Og færa þeim fréttir af
starfi og leiðbeiningar um starf
þeirra. Aufúsugestur vill hann
verða hverju ungmennafélagi, og
hverju heimili, þar sem efnileg
æska er fyrir. Merki ungmenna-
félaga vil hann bera hátt. Svo að
þau gleymi ekki takmarki sínu:
að vekja og göfga íslenzkan æsku-
lýð, styrkja hann og stæla“.
Slíkt var ávarp Skinfaxa til ís-
lenzkrar æsku. Áhrif Skinfaxa hafa
oft orðiö mikil, en umsvifamestur
var hann í málflutningi sínum árin
1911—1918 undir ritstjórn Jónasar
Jónssonar. Enda þótt hann væri
13