Árbók Ísafoldar - 01.11.1946, Síða 200
194
U. M. F. í.
ekki flokkspólitískt rit, tók hann
hiklaust afstöðu til margra dægur-
mála og ritaði um þau af einurð
og festu. Tók hann hiklaust mál-
stað lægri stéttanna og þeirra, sem
voru verr settir í þjóðfélaginu. Barð-
ist skörulega gegn hverskonar fjár-
plógs- og okurstarfsemi, gegn spill-
ingu og óréttlæti og sagði þeim
hlífðarlaust til syndanna, sem sekir
voru. Kunnastar voru greinarnar:
Um filistea og Ævisaga Jóhanns
Markússonar. Á þessum árum ferð-
aðist um landið merkur vakninga-
maður og æskulýðsleiðtogi, sem
flutti fyrirlestra, er fólki þótti gott
að hlýða á og sótti vel. Var það
Guðmundur Hjaltason. Hann starf-
aði á þennan hátt fyrir ungmenna-
félögin.
Ungmennafélögin hafa unnið
nokkuð að því að halda uppi kynn-
um við íslendinga í Vesturheimi.
Þau áttu frumkvæðið að því, að
Stefáni G. Stefánssyni var boðið
heim til íslands sumarið 1917 og
Jakobínu Johnson sumarið 1935.
Hvorttveggja tókst með ágætum,
varð hinum góðu gestum til mikill-
ar ánægju og þjóðinni til sóma.
Þykir a. m. k. nú mikils um það
vert. að Stefáni G. skyldi hafa
verið boðið heim til ættlandsins,
meðan hann enn var í fullu fjöri og
gat því notið ferðarinnar vel.
Auk þess, sem þegar er nefnt, má
í fáum orðum drepa á þessa starf-
semi U. M. F. ív:
1. Utgáfustarfsemi. Auk Skinfaxa
hefur U. M. F. í. gefið út Ævisögu
Guðmundar Hjaltasonar, kennslu-
bók í íslenzkum þjóðdönsum (viki-
vökum), skógræktarleiðbeiningar,
leiöbeiningar um söfnun örnefna og
minningarrit um 30 ára starf sitt
1907—1937.
2. Skógrækt. U. M. F. í. á Þrasta-
skóg við Sogið. Var hann gefinn því
af Tryggva Gunnarssyni banka-
stjóra árið 1911. Landspilda þessi
var vandiega girt og hafður skóg-
arvörður þar á hverju sumri. Nokk-
ur þúsund af nýjum plöntum hafa
verið gróðursettar þar. Skógurinn
grisjaður og hreinsaður árlega. Þá
hefur U. M. F. f. stutt nokkuð að
skógræktarstörfum einstakra félaga.
3. íþróttastarf. fþróttir hefur U.
M. F. í. mjög látið til sín taka frá
upphafi. Margir íþróttakennarar
hafa starfað á vegum þess á vetri
hverjum, einkum eftir að íþrótta-
félögin gengu í gildi 1940 og fjár-
veitingar urðu þar með meiri til
íþróttamála. Hafa þeir verið 12—16
hin síðustu ár. Flest héraðssam-
böndin halda héraðsmót árlega, sem
eru aðal samkomur viðkomandi
byggðarlaga. Þar eru fjölbreyttar
íþróttir, bæði sýningar og keppni,
ræður fluttar, sungið og fleiri
skemmtiatriði viðhöfð.
4. Landsmót. U. M. F. í. hefur
haldið 5 landsmót í íþróttum. f
Reykjavík 1911 og 1914. í Hauka-
dal 1940. Á Hvanneyri 1943 og að
Laugum í Reykjadal 1946. Ákveðið
er að þessi landsmót verði haldin
til skiptis í landsfjórðungunum,
þriðja hvert ár. Næsta landsmót er
ákveðið á Austurlandi vorið 1949.
Þessi landsmót hafa sótt 100—200
iþróttamenn, viðsvegar að af land-
inu, og þúsundir mótsgesta. Hafa
þessi mót vakið mikla athygli og
verið þýðingarmikill þáttur í íþrótta-
lífi ungmennafélaganna. Þarna fæst
takmark, sem félögin keppa að. Að
senda sem flesta og bezta íþrótta-
menn á landsmótin.
5. Söngkennsla. U. M. F. í. leggur
mikla áherzlu á, að félögin efli